„Berklar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 93.95.74.129 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
Lína 16:
Algengustu lyfin við berklum eru isoniazid og rifampin. Þegar stofnar af berklabakteríunni eru ónæmir fyrir þessum lyfjum, kallast þeir fjölónæmir. Ef um slíkt smit er að ræða, kostar það að minnsta kosti 100 sinnum meira að lækna það heldur en ef hægt væri að nota hefðbundin lyf. Venjuleg meðferð tekur um sex mánuði og kostar um 2000 kr. en það kostar meira en milljón að lækna einstakling sem er smitaður af fjölónæmri berklabakteríu og tekur það um tvö ár. Engin lyf voru til við meðhöndlun berkla, fyrr en fyrir um það bil hálfri öld síðan. Þetta ástand, að lyf vanti, er að verða til á ný með tilkomu fjölónæmra berklabaktería. Þessir stofnar hafa myndast þegar sjúklingar með berkla hafa byrjað að taka venjuleg lyf en ekki klárað lyfjakúrinn. Þá fer af stað baktería sem er ónæm fyrir viðkomandi lyfi.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=596718 „Baráttan við berklana“, ''Morgunblaðið'' 2011.]</ref>
 
Þýski sálfræðingurinnlæknirinn Robert Koch uppgötvaði berklasýkilinn fyrstur manna árið 1882. Hann sýndi fram á að hinar ýmsu myndir berkla eins og afmyndanir beina, húð-, kirtla- og lungnaberklar, var allt af völdum sama sýkilsins. Selman A. Waksman prófessor uppgötvaði fyrsta lyfið við berklum sem hann kallaði „streptómycín“. Hann hafði mikinn áhuga á að rannsaka sveppi og jarðvegsræktanir. Hann hafði fylgst með mismunandi örverum í jarðveginum, og með rannsóknum sínum komst hann að því hve sjaldan hann fann sjúkdómsframkallandi örverur í jarðveginum. Hann hugsaði að þær þrifust ekki þar vegna annara örvera í jarðveginum sem tortímdu þeim. Þetta leiddi til þess að fólk fór að éta jarðveg í trú um það að það væri gott berklalyf.<ref>Vilhjálmur Skúlason, bls. 212-213.</ref>
 
Lækningatilraunir voru gerðar með streptómycín en það var ung dóttir samverkamanns Waksmans, Eva. Hún var með heilahimnabólgu sem stafaði af berklasýkli. Læknar töldu að sjúkdómurinn væri ekki læknanlegur svo þeir prófuðu að gefa Evu nýja lyfið sem var enn á tilraunastigi. Henni var gefin innstunga af streptómycíni í mænugöng daglega í fjóra mánuði. Þeir tóku strax eftir breytingum á henni og leit hún út fyrir að vera á batavegi, svo smám saman hurfu einkenni sjúkdómsins þar til að lokum var greinilegt að fyrsta tilfelli af heilahimnabólgu í sögunni hafði verið læknað með fúkalyfi.<ref>Vilhjálmur Skúlason, bls. 215.</ref>