Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

Búlgaría hafði lagt á ráðin um útþenslu á kostnað Tyrkjaveldis síðan landið öðlaðist sjálfstæði í stríði Rússa við Tyrki. Eftir að þeim tókst að innlima Austur-Rúmelíu höfðu Búlgaríumenn lagt á ráðin um óbeina útþenslu með því að stofna uppreisnarhópinn IMRO í Makedóníu, þar sem Tyrkir réðu enn ríkjum. IMRO sagðist beita sér fyrir frelsun „makedónsku þjóðarinnar“. Í raun var um að ræða leppfélag Búlgaríumanna sem átti að stuðla að stofnun sjálfstæðs ríkis í [[Þrakía|Þrakíu]] og Makedóníu, sem átti síðan að vera innlimað í Búlgaríu líkt og Austur-Rúmelía. IMRO-hópurinn náði nokkrum árangri í fyrstu en Serbar og Grikkir gerðu sér fljótt grein fyrir tilgangi hans. Hófst þá hrottalegur skæruhernaður milli málaliða Búlgaríumanna og Grikkja í tyrknesku Makedóníu. Átökunum lauk ekki fyrr en [[Ungtyrkir]] komust til valda í Tyrkjaveldi og lofuðu öllum þegnum þess frelsi og jafnrétti óháð trú og þjóðerni. Búlgaría tók þá stefnuna á beina útþenslu með hersigri og hóf að byggja upp mikinn her í því skyni þar til Búlgaríumenn fóru að líta á sjálfa sig sem „[[Prússland]] Balkanskaga.“<ref>[http://www.mirrorservice.org/sites/ftp.ibiblio.org/pub/docs/books/gutenberg/1/4/4/7/14477/14477-h/14477-h.htm Emile Joseph Dillon, "''The Inside Story of the Peace Conference''", Ch. XV]</ref> Þó var bersýnilegt að Búlgaría gæti ekki sigrað Tyrki ein síns liðs í stríðsátökum og að þörf var á bandalagi. Með því að bæta viðauka í frumsáttmálann hugðust Búlgaríumenn beita serbneska hernum til að hertaka meginhluta Makedóníu á meðan búlgarski herinn gæti einbeitt sér að Þrakíu og að því að hertaka stórborgirnar [[Edirne|Adríanópólis]] og [[Istanbúl|Konstantínópel]].
 
Í Grikklandi höfðu herforingjar gert uppreisn í ágúst 1909 og komið til valda umbótasinnaðri stjórn undir forystu [[Elefþerios Venizelos|Elefþeriosar Venizelosar]], sem þeir vonuðust til að gæti limað [[Krít]] inn í Grikkland á ný eftir ósigur Grikkja gegn Tyrkjum árið 1897. Í aðildarviðræðum Grikkja að bandalaginu neitaði Búlgaría að skuldbinda sig til nokkurra sáttmála um skiptingu landvinninga með Grikkjum, ólíkt sáttmála þeirra við Serba um skiptingu Makedóníu. Búlgaríumenn höfðu lítið álit á gríska hernum og töldu að búlgarski herinn gæti auðveldlega hertekið meirihluta Makedóníu og hafnarborgina [[Þessalóníka|Þessalóníku]] áður en Grikkirnir næðu þangað. Þó var aðild Grikkja að bandalaginu bráðnauðsynleg til þess að áætlunin gæti heppnast því Grikkir voru eina Balkanríkið með sterkan herskipaflota og því voru þeir einir færir um að koma í veg fyrir að Tyrkjum bærist liðsauki sjóleiðina til Evrópu frá Asíu. Grískur erindreki í [[SofíaSófía|SofíuSófíu]] lýsti hlutverki Grikkja í bandalaginu sem svo: „Grikkland getur boðið upp á 600.000 menn fyrir stríðsreksturinn, 200.000 menn á vígvöllinn og flotinn getur komið í veg fyrir að Tyrkland flytji 400.000 á milli Saloniku og Gallipoli.“
 
Svartfjallaland var mun smærra ríki en þó náinn bandamaður Serba og var talið annars flokks aðili að bandalaginu. Landið þáði boð Serba um aðild sem greiða þar sem það ásældis smávægileg landsvæði við Sanjak og norður-albönsku borgina Shkodra.