„Balkanskagabandalagið“: Munur á milli breytinga

m
Efni eytt Efni bætt við
Lína 34:
[[Image:Occupied territories in the Balkans, end of April 1913.png|thumb|right|250px|Hér sjást landvinningar Balkanríkjanna eftir fyrra Balkanstríðið og útþenslulína samkvæmt leynilegu fyrirstríðssamkomulagi Serbíu og Búlgaríu.]]
 
Í stríðinu batt sameinaður her Balkanríkjanna enda á yfirráð Tyrkja í Evrópu. Sigur bandalagsins reyndist þó stuttlífur. Óvild varríkti enn meðal aðildarríkjanna og eftir sigur þeirra á Tyrkjum í fyrra Balkanstríðinu kom hún aftur upp á yfirborðið, sérstaklega þegar kom að skiptingu Makedóníu. Ágreiningurinn braut upp bandalagið og síðara Balkanstríðið braust fljótt út þegar Búlgaríumenn, fullvissir um að eiga auðveldan sigur vísan, réðst gegn Serbíu og Grikklandi. Serbnesku og grísku herirnir ráku Búlgaríumenn á bak aftur og gerðu gagnárás inn í Búlgaríu. Tyrkjaveldi og [[Rúmenía|rúmenska konungdæmið]] nýttu sér stöðu mála og réðust einnig inn í Búlgaríu. Eftir að samið var um frið hafði Búlgaría þó bætt við sig nokkru landsvæði frá því fyrir fyrsta stríðið en Austur-Þrakía var aftur komin í hendur Tyrkja og meirihluti Makedóníu í hendur Grikkja. Ósigur Búlgaríumanna leiddi til þess að þeir gengu í lið með [[Miðveldin|Miðveldunum]] í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]], þar sem óvinir hennar á Balkanskaga (Serbía, Grikkland og Rúmenía) voru í liði Bandamanna í stríðinu.
 
Á meðan stríðinu stóð var [[Georg 1. Grikklandskonungur]] ráðinn af dögum í Þessalóniku. Þetta olli straumhvörfum í utanríkisstefnu Grikkja þar sem Georg, líkt og [[Elefþerios Venizelos|Venizelos]] forsætisráðherra, hafði verið hlynntur Bandamönnum en [[Konstantín 1. Grikklandskonungur|sonur hans og arftaki]] var hlynntur Þjóðverjum og reyndi því að viðhalda hlutleysi Grikkja í heimsstyrjöldinni. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út og Bandamenn sendu hermenn í gegn um Makedóníu stigmagnaðist ágreiningurinn milli konungsins og forsætisráðherrans, sem leiddi til djúpstæðrar gjár innan grísku þjóðarinnar. Þessi gjá átti eftir að setja mark sitt á grísk stjórnmál í hálfa öld og varð Grikkjum að falli í næsta stríði þeirra gegn Tyrklandi árið 1919.