„Balkanskagabandalagið“: Munur á milli breytinga

m
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Annar stuðull að myndun bandalagsins var uppreisn í [[Albanía|Albaníu]] árið 1911. Svo virðist sem samningaviðræður Serba og Búlgaríumanna hafi gengið í takt við framgang uppreisnarinnar. Í maí 1912 tókst Albönum að neyða Tyrki til að veita Albaníu aukna sjálfsstjórn. Þetta var reiðarslag fyrir Serba því nú var úti um von þeirra til að þenja út ríki sitt til suðurs þar sem albanskt sjálfsstjórnarhérað átti að vera. Serbar þurftu nú að há kapphlaup við tímann gegn stofnun sjálfstæðs albansks ríkis. Búlgaríumenn notfærðu sér þessar áhyggjur Serba til að knýja fram stefnumál sín og neyða Serba til að láta af tilkalli sínu til hluta Makedóníu. Lokasamningur ríkjanna tveggja mælti svo fyrir um að ef ríkin sigruðust á Tyrkjaveldi í stríði skyldi Búlgaría fá alla Makedóníu sunnan línu milli bæjanna Ohrid og Kriva Palanka. Serbía átti að fá landsvæðið norðan við línuna, þ.á.m. [[Kosóvó]], fram að ströndum [[Adríahaf|Adríahafs]]. Serbía átti í raun að fá Albaníu í stað Makedóníu, sem átti eftir að leiða til deilnanna sem leystu upp bandalagið árið 1913 þegar stórveldi Evrópu kröfðust þess að Albanía yrði sjálfstætt ríki og neituðu Serbíu um landvinningaa í þá átt.
 
[[Image:Balkans at 1905.jpg|thumb|250px|left|Balkanskagi við stofnun Balkanskagabandalagsins, fyrir Balkanstríðin.]]
Búlgaría hafði lagt á ráðin um útþenslu á kostnað Tyrkjaveldis síðan landið öðlaðist sjálfstæði í stríði Rússa við Tyrki. Eftir að þeim tókst að innlima Austur-Rúmelíu höfðu Búlgaríumenn lagt á ráðin um óbeina útþenslu með því að stofna uppreisnarhópinn IMRO í Makedóníu, þar sem Tyrkir réðu enn ríkjum. IMRO sagðist beita sér fyrir frelsun „makedónsku þjóðarinnar“. Í raun var um að ræða leppfélag Búlgaríumanna sem átti að stuðla að stofnun sjálfstæðs ríkis í [[Þrakía|Þrakíu]] og Makedóníu, sem átti síðan að vera innlimað í Búlgaríu líkt og Austur-Rúmelía. IMRO-hópurinn náði nokkrum árangri í fyrstu en Serbar og Grikkir gerðu sér fljótt grein fyrir tilgangi hans. Hófst þá hrottalegur skæruhernaður milli málaliða Búlgaríumanna og Grikkja í tyrknesku Makedóníu. Átökunum lauk ekki fyrr en [[Ungtyrkir]] komust til valda í Tyrkjaveldi og lofuðu öllum þegnum þess frelsi og jafnrétti óháð trú og þjóðerni. Búlgaría tók þá stefnuna á beina útþenslu með hersigri og hóf að byggja upp mikinn her í því skyni þar til Búlgaríumenn fóru að líta á sjálfa sig sem „[[Prússland]] Balkanskaga.“<ref>[http://www.mirrorservice.org/sites/ftp.ibiblio.org/pub/docs/books/gutenberg/1/4/4/7/14477/14477-h/14477-h.htm Emile Joseph Dillon, "''The Inside Story of the Peace Conference''", Ch. XV]</ref> Þó var bersýnilegt að Búlgaría gæti ekki sigrað Tyrki ein síns liðs í stríðsátökum og að þörf var á bandalagi. Með því að bæta viðauka í frumsáttmálann hugðust Búlgaríumenn beita serbneska hernum til að hertaka meginhluta Makedóníu á meðan búlgarski herinn gæti einbeitt sér að Þrakíu og að því að hertaka stórborgirnar [[Edirne|Adríanópólis]] og [[Istanbúl|Konstantínópel]].