Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

(Ný síða: thumb|right|250px|Landamæri Balkanríkjanna fyrir og eftir Balkanstríðin. '''Balkanskagabandalagið''' var herbandalag sem sett var á fót árið 1...)
 
Þróun bandalagsins fór ekki fram hjá evrópsku stórveldunum, en þótt opinbert samlyndi ríkti á milli þeirra um að virða skyldi landamæri Tyrkjaveldis rak hvert veldi fyrir sig eigin utanríkisstefnu á svæðinu vegna ólíkra hagsmuna. Sameiginleg opinber aðvörun Evrópuvaldanna til Balkanríkjanna gerði lítið til að koma í veg fyrir að átök brytust út á skaganum þar sem mikið var um óformleg skilaboð af ýmsu tagi sem gáfu vísbendingu um sundrungu þeirra og hagsmunaárekstra á Balkanskaga.
 
* [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]] stóð að myndun bandalagsins og leit á það sem ómetanlegt vopn í væntanlegu stríði gegn keppinaut sínum, Austurríki-Ungverjalandi.<ref name="Stowell1">{{cite book | last = Stowell | first = Ellery Cory | title =The Diplomacy Of The War Of 1914: The Beginnings Of The War (1915) | publisher = Kessinger Publishing, LLC. | year =2009 | isbn =978-1-104-48758-4 | page =94 }}</ref> Rússar vissu þó ekkert um áætlanir Búlgaríumanna í Þrakíu og Konstantínópel. Þau landsvæði ásældust Rússar sjálfursjálfir og höfðu gert samkomulag við Frakka og Breta um að fá að innlima þau eftir [[Fyrri heimsstyrjöldin|væntanlegt stríð]] við [[Miðveldin]].
* [[Frakkland]] taldi sig ekki tilbúið til að há stríð gegn Þýskalandi árið 1912 og var því afar andsnúið Balkanskagabandalaginu. Frakkar létu bandamenn sína, Rússa, vita að þeir myndu ekki taka þátt í stríði milli Rússlands og Austurríkis ef því yrði hleypt af stað vegna bandalagsins. Frökkum mistókst þó að sannfæra Breta um að hjálpa sér við að koma í veg fyrir átök á Balkanskaga.
* [[Breska heimsveldið|Bretland]] studdi óbreytt landamæri Tyrkjaveldis opinberlega en hvatti Grikki þó á bak við tjöldin til að ganga í bandalagið til að skapa mótvægi við áhrifum Rússa. Á sama tíma Bretar undir áætlanir Búlgaríumanna til að hernema Þrakíu þar sem þeir vildu heldur að Þrakía yrði búlgörsk en rússnesk.