„Katar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+kort
→‎Söguágrip: Leiðrétt innsláttarvilla
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 39:
Steinaldarverkfæri hafa fundist á svæðinu sem bendir til þess að fólk hafi búið á svæðinu fyrir um 50.000 árum. Eftir landvinninga múslima á 7. öld réðu ýmis kalíföt yfir svæðinu þar á meðal [[Umayya-kalífadæmið]] og [[Abbasídaveldið]]. Perluviðskipti urðu mikilvæg og Katar varð viðkomustaður kaupmanna á leið til Austurlanda. [[Ottómanveldið]] réði yfir svæðinu síðla á 19. öld og þar til að [[fyrri heimstyrjöldin]]ni þegar það tapaði landsvæðum sínum í [[Miðausturlönd]]um. Þá varð það breskt verndarsvæði þar til það fékk sjálfstæði árið [[1971]]. Olía fannst um miðja 20. öld og gerbreytti efnahagnum.
 
[[Al Thani-fjölskyldan]] hefur ríkt yfir frá miðri [[19. öld]] og er landið [[furstadæmi]]. [[Hamad bin Khalifa Al Thani]] steypti föður sínum, [[Khalifa bin Hamad Al Thani]], af stóli árið [[1995]] í friðsamlegri hallarbyltingu. Hann síðan vék síðan fyrir syni sínum, [[Tamim bin Hamad Al Thani]], árið [[2013]]. [[Ráðgjafarþing Katar]] semur lög landsins en emírinn hefur lokaorðið í öllum málum. Lög Katar eru blanda af borgaralegum lögum og [[sjaríalög|sjaríalögum]].
 
Árið 2017 ákváðu sjö ríki, að frumkvæði Sádí-Arabíu að slíta stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings þeirra við hryðjuverkasamtök.<ref>[http://www.ruv.is/frett/katar-einangrast-hratt Katar einangrast hratt] Rúv, skoðað 13. júní 2017.</ref>