„Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Ferdinand keisari lét af völdum í desember 1848 til að binda enda á uppreisnir í Ungverjalandi og eftirlét krúnuna frænda sínum, Frans Jósef. Frans Jósef var íhaldssamur og stóð gegn takmörkun einveldisins í ríkum sínum. [[Austurríska keisaradæmið]] neyddist til þess að láta af áhrifum sínum í [[Toskana|Toskanahéraði]] og tilkalli sínu til [[Langbarðaland|Langbarðalands]] og [[Feneyjar|Feneyja]] eftir [[Sameining Ítalíu|annað og þriðja ítalska sjálfstæðisstríðið]] á árunum 1859 og 1866. Frans Jósef lét engin landssvæði af hendi eftir að Austurríki lét í lægri hlut fyrir [[Prússland|Prússum]] í stríði árið 1866, en útkoma þess stríðs útkljáði það að Prússar frekar en Austurríkismenn yrðu þungavigtin innan nýja þýska ríkisins sem var að myndast og útilokaði því að [[Þýskaland]] yrði sameinað undir stjórn [[Habsborgarar|Habsborgara]].
 
Alla sína valdatíð þurfti Frans Jósef að kljást við [[Þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]]. Hann miðlaði málum í Ausgleich árið 1867 og veitti Ungverjalandi aukna sjálfsstjórn innan veldisins og breytti Austurrískaausturríska keisaraveldinu í [[Austurríki-Ungverjaland|austurrísk-ungverska keisaraveldið]], þar sem hann var einveldureinvaldur tveggja konungsríkja. Frans Jósef réð ríkjum sínum friðsamlega næstu 45 árin, en hann mátti þó þola ýmsa persónulega harmleiki: Bróðir hans, [[Maximilian 1. af Mexíkó|Maximilian]] var tekinn af lífi í [[Mexíkó]] árið 1867, sonur hans og erfingi, [[Rúdolf, krónprins Austurríkis|Rúdolf]], framdi sjálfsmorð árið 1880 og eiginkona hans, [[Elísabet Austurríkiskeisaraynja|Elísabet]] keisaraynja var myrt árið 1898.
 
Eftir stríðið við Prússa beindi Austurríki-Ungverjaland sjónum sínum til [[Balkanskagi|Balkanskaga]], sem var orðinn suðupottur alþjóðarígs vegna hagsmunaáreksturs Austurríkismanna við [[Rússaveldi]]. Frans Jósef hleypti alþjóðastjórnmálum í uppnám árið 1908 þegar hann innlimaði [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu og Hersegóvínu]], sem hafði verið hernumin af Austurríkismönnum frá því á Berlínarráðstefnunni 1908, inn í keisaraveldið. Þann 28. júní 1914 var [[Frans Ferdinand erkihertogi]], bróðursonur og erfingi Frans Jósefs, skotinn til bana í Sarajevo. Þetta leiddi til þess að Frans Jósef lýsti Serbum, sem voru bandamenn Rússa, stríði á hendur. Þetta var byrjunin á [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Frans Jósef lést þann 21. nóvember árið 1916 eftir að hafa ráðið yfir keisaradæminu í nærri því 68 ár. Við honum tók frændi hans, [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl]].