„Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Emperor Francis Joseph.jpg|thumb|right|Frans Jósef]]
'''Frans Jósef 1.''' (18. ágúst 1830 – 21. nóvember 1916) var keisari [[Austurríki|Austurríkis]] og konungur [[Ungverjaland|Ungverjalands]], [[Bæheims|Bæheimur|Bæheims]] og ýmissa annarra ríkja frá 2. desember 1848 til dauðadags þann 21. nóvember 1916. Frá 1. maí 1850 til 24. ágúst 1866 var hann einnig forseti [[Þýska ríkjasambandið|þýska ríkjasambandsins]]. Hann ríkti lengst allra keisara Austurríkis og konunga Ungverjalands og þriðja lengst allra evrópskra einvalda, á eftir [[Loðvík 14.]] Frakklandskonungi og [[Jóhann 2.|Jóhanni 2.]], fursta [[Liechtenstein]].
 
Ferdinand keisari lét af völdum í desember 1848 til að binda enda á uppreisnir í Ungverjalandi og eftirlét krúnuna frænda sínum, Frans Jósef. Frans Jósef var íhaldssamur og stóð gegn takmörkun einveldisins í ríkum sínum. [[Austurríska keisaradæmið]] neyddist til þess að láta af áhrifum sínum í [[Toskana|Toskanahéraði]] og tilkalli sínu til [[Langbarðaland|Langbarðalands]] og [[Feneyjar|Feneyja]] eftir [[Sameining Ítalíu|annað og þriðja ítalska sjálfstæðisstríðið]] á árunum 1859 og 1866. Frans Jósef lét engin landssvæði af hendi eftir að Austurríki lét í lægri hlut fyrir [[Prússland|Prússum]] í stríði árið 1866, en útkoma þess stríðs útkljáði það að Prússar frekar en Austurríkismenn yrðu þungavigtin innan nýja þýska ríkisins sem var að myndast og útilokaði því að [[Þýskaland]] yrði sameinað undir stjórn [[Habsborgarar|Habsborgara]].