„Vín (Austurríki)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
infobox corrected
Lína 57:
 
=== 19. öldin ===
Eftir brotthvarf Frakka hófst iðnvæðingin hægt og sígandi. Fyrsta [[járnbraut]]in keyrði til Vínar [[1837]] en siglingar í Dóná voru enn ákaflega mikilvægar. Árið [[1848]] fór byltingarandi yfir götur Vínarborgar, sem annars staðar. Eftir mikil mótmæli neyddist Metternich fursti til að segja af sér, en hann var ákaflega íhaldssinnaður og dró taum keisarans. En í [[október]] varð bylting. Uppreisnarmenn náðu Vín á sitt vald eftir mikil uppþot og bardaga við lífverði keisarans. [[26. október]] mætti keisaraherinn til borgarinnar og náði að hertaka hana á ný. 2000 manns biðu bana í götubardögum. Að lokum sagði Ferdinand I keisari af sér, þar sem sýnt þótti að hann væri ekki vandanum vaxinn. Nýr keisari varð [[Frans Jósef I]]. Eftir byltinguna óx borginn enn. [[1858]] ákvað keisari að rífa niður alla borgarmúra til að skapa meira byggingapláss og í kjölfarið þandist borgin út. Vín varð að heimsborg. Árið [[1873]] var heimssýningin haldin þar í borg, sú fimmta sinnar tegundar og sú fyrsta í þýskumælandi landi. [[1890]] voru ýmsir nágrannabæir innlimaðir í Vín, sem við það stækkaði að mun og hlaut enn frekara rými fyrir ný borgar- og iðnaðarhverfi. Margir slavar fluttu til Vínar. Þannig bjuggu árið [[1900]] rúmlega 250 þús Tékkar og Slóvakar í borginni, auk annarra slava. Ástæðan fyrir hinum fjölmörgu útlendingum var að keisaradæmið náði á þessum tíma yfir stóran hluta Balkansskaga. Íbúafjöldinn alls nam á aldamótaárinu 1,8 milljón og óx hratt fram að upphaf fyrra stríðs. [[Gyðingar]] voru 12% af íbúum. Árið [[1910]] var íbúafjöldinn orðinn rúmar tvær milljónir en þar með varð Vín fjórða borg heims sem fór yfir tvær milljónir (áður voru það [[New York-borg|New York]], [[London]] og [[París]]).
 
=== Stríðsárin ===