„Balkanstríðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Snemma á tuttugustu öld höfðu [[Búlgaría]], [[Grikkland]], [[Svartfjallaland]] og [[Serbía]] öðlast sjálfstæði frá Tyrkjaveldi en mikill hluti þjóðflokka þeirra bjó enn á yfirráðasvæði Tyrkja. Árið 1912 stofnuðu löndin fjögur Balkanbandalagið. Þrír þættir stuðluðu að fyrra Balkanstríðinu:
 
# Tyrkjaveldi hafði ekki tekist að ná fram umbótum, nútímavæðast, né kveða niður ríg milli ólíkra þjóðflokka og þjóðernishyggju innan veldisins.
# Stórveldi Evrópu áttu í eigin deilum og tókst ekki að sjá til þess að Tyrkir næðu fram umbótum. Balkanríkin tóku því til eigin ráða.
# Mikilvægast var að eftir að Balkanbandalagið var stofnað töldu aðildarríkin að þeim væri sigur vís ef þau berðust við Tyrki.
 
Tyrkjaveldi glataði öllum evrópskum landsvæðum sínum vestan við Maritsafljót vegna stríðanna tveggja. Þannig voru línurnar dregnar að vestanverðum landamærum [[Tyrkland|Tyrklands]] í dag. Stríður straumur tyrkneskra flóttamanna flúði til tyrkneska meginlandsins vegna landmissins í kjölfarið. Árið 1915 hafði íbúafjöldi á miðhluta Tyrkjaveldis hækkað um u.þ.b. 2.5 milljónir manna vegna flóttamannastraumsins frá Balkanskaga.