„Oxford-háskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 120:
 
== Markverðir nemendur ==
Margt frægt fólk hefur numið við Oxford-háskóla. Þar á meðal eru fjórir breskir og að minnsta kosti átta aðrir konungar eða drottningar, 47 [[Nóbelsverðlaunin|nóbelsverðlaunahafar]], þrír handhafar [[Fields-orðan|Fields-orðunnar]], 25 forsætisráðherrar Bretlands, 28 forsetar og forsætisráðherrar annarra landa, sjö dýrlingar, 86 erkibispupar, 18 kardinálar og einn [[páfi]]. Sjö af síðustu ellefu forsætisráðherrum Bretlands hafa brautskráðst frá Oxford-háskóla. Margir vísindamenn og listamenn hafa numið við Oxford-háskóla, m.a. [[Stephen Hawking]], [[Richard Dawkins]] nóbelsverðlaunahafinn [[Anthony James Leggett]]. Einnig [[Tim Berners Lee]] sem var einn þeirra sem fundu upp [[Veraldarvefurinn|veraldarvefinn]]. Leikararnir [[Hugh Grant]], [[Kate Beckinsale]], [[Dudley Moore]], [[Michael Palin]], [[Terry Jones]] og [[Richard Burton]] námu við háskólann og kvikmyndagerðamaðurinn [[Ken Loach]]. [[T. E. Lawrence]] var bæði nemandi og kennari við Oxford-háskóla. [[Walter Raleigh|Sir Walter Raleigh]] og [[Rupert Murdoch]] námu einnig við skólann. [[John Wesley]], upphafsmaður meþódismans nam við Christ Church College og var kjörinn félagi við Lincoln College. nóbelsverðlaunahafinn og lýðræðissinninn [[Aung San Suu Kyi]] frá [[Búrma]] var nemandi við St Hugh's College.
 
Fjölmargir rithöfundar hafa hlotið menntun sína við skólann og sumir kennt við hann. Meðal þeirra má nefna [[Evelyn Waugh]], [[Lewis Carroll]], [[Aldous Huxley]], [[Oscar Wilde]], [[C. S. Lewis]], [[J.R.R. Tolkien]], [[Phillip Pullman]], [[Vikram Seth]] og [[Plum Sykes]], skáldin [[Percy Bysshe Shelley]], [[John Donne]], [[A.E. Housman]], [[W. H. Auden]] og [[Philip Larkin]], [[Thomas Warton]], [[Henry James Pye]], [[Robert Southey]], [[Robert Bridges]], [[Cecil Day-Lewis]], [[John Betjeman|Sir John Betjeman]] og [[Andrew Motion]].