Munur á milli breytinga „Giuseppe Garibaldi“

ekkert breytingarágrip
Garibaldi var þekktur sem „hetja heimanna tveggja“ vegna hernaðaraðgerða sinna bæði í [[Evrópa|Evrópu]] og í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] sem færðu honum mikla frægð bæði í Ítalíu og erlendis. Hann átti frægð sína að þakka afar jákvæðri umfjöllun sem hann fékk meðal fjölmiðla og rómantískra rithöfunda. Frægustu rithöfundar tímabilsins, sérstaklega í [[Frakkland|Frakklandi]], þar á meðal [[Victor Hugo]], [[Alexandre Dumas]] og [[George Sand]], vottuðu honum aðdáun sína. [[Bretland]] og [[Bandaríkin]] komu Garibaldi oft til aðstoðar og veitt honum bæði fjár- og hernaðaraðstoð á erfiðustu köflum sjálfstæðisbaráttunnar.
 
Garibaldi var harður lýðræðissinni en þó fær um að miðla málum og viðurkenndi því konungsvald VictorsViktors EmmanuelsEmmanúels í því skyni að Ítalía gæti sameinast. Þúsundmannaleiðangurinn svokallaði var hápunktur baráttu Garibaldi, en þá hernam hann suðurhluta Appenínaskaga í nafni Viktors Emmanúels og gerði hann að konungi Ítalíu. Um þetta var Garibaldi ólíkur Mazzini, læriföður sínum, sem neitaði að selja tryggð sína konungsfjölskyldunni.
Garibaldi lét í lægri hlut í síðustu orrustum ítölsku sameiningarstríðanna sem hann tók þátt í og því eftirlét ítalska konungsvaldið öðrum að hertaka [[Róm]].