Munur á milli breytinga „Giuseppe Garibaldi“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Giuseppe Garibaldi '''Giuseppe Garibaldi'''', fæddur undir nafninu '''Joseph Marie Garibaldi''' þann 4. júlí 1807 í [[Nice]...)
 
[[File:Giuseppe Garibaldi (1866).jpg|thumb|right|Giuseppe Garibaldi]]
'''Giuseppe Garibaldi'''', fæddur undir nafninu '''Joseph Marie Garibaldi''' þann 4. júlí [[1807]] í [[Nice]] og látinn þann 2. júní 1882 í [[Caprera]], var [[Ítalía|ítalskur]] herforingi, stjórnmálamaður og þjóðernissinni. Ásamt [[Camillo Cavour]], [[Viktor Emmanúel 2.]] og [[Giuseppe Mazzini]] er hann talinn einn stofnfeðra Ítalíu sem nútímaríkis.
 
Garibaldi er ein mikilvægasta persónan sem kom að [[Sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]], þar sem hann leiddi persónulega fjölmargar herferðir sem gerðu kleift að sameina Ítalíu sem eitt ríki. Hann reyndi oftast að fara fram í umboði viðurkennds stjórnmálaafls til þess að vera ekki útmálaður sem uppreisnarseggur: Hann var útnefndur hershöfðingi bráðabirgðastjórnar [[Mílanó]] árið 1848, hershöfðingi rómverska lýðveldisins stuttlífa árið 1849 og vann í nafni Viktors Emmanúels 2. þegar hann leiddi her til að leggja undir sig [[Konungsríkið Sikiley|Konungsríki Sikileyjanna tveggja]].