„Philippe Pétain“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Árið 1925 varð Pétain herforingi Frakka í stríðinu við Rif í [[Marokkó]] ásamt Spánverjum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var Pétain einn virtasti stjórnmálamaður í Frakklandi og gegndi embætti hermálaráðherra frá árinu 1934 auk þess sem hann var gerður sendiherra til [[Spánn|Spánar]] eftir valdatöku [[Fransisco Franco]] árið 1939.
 
Pétain var kallaður til stjórnarstarfa á ný þann 17. maí 1940 við innrás Þjóðverja í Frakkland. Hann mótmælti því að Frakkar berðust áfram þar sem hann taldi stríðinu tapað, og kenndi lýðræðisstjórn Frakklands um ósigurinn. Þann 16. júní varð Pétain forseti franska ríkisráðsinsforsætisráðherra og gaf út skipun strax næsta dag um að láta af bardaganum við Þjóðverja. Þann 22. júní skrifaði Pétain undir friðarsamninga ásamt [[Adolf Hitler]] í Rethondes, í sama lestarvagni og
Þjóðverjar höfðu undirritað samninga um vopnahlé í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.