„Philippe Pétain“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: right|thumb|Philippe Pétain '''Henri Philippe Benoni Omer Joseph Pétain''' (24. apríl 1856 - 23. júlí 1951), yfirleitt ka...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Philippe Pétain (en civil, autour de 1930).jpg|right|thumb|Philippe Pétain]]
'''Henri Philippe Benoni Omer Joseph Pétain''' (24. apríl 1856 - 23. júlí 1951), yfirleitt kallaður '''Philippe Pétain''' eða '''Pétain marskálkur''', var franskur herforingi og stjórnmálamaður.
 
== Æviágrip ==
 
Pétain var einn helsti hernaðarleiðtogi Frakka í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] og er honum yfirleitt eignaður sigur Frakka í [[Orrustan við Verdun|orrustunni við Verdun]]. Ásamt [[Georges Clemenceau]] var hann einn ástsælasti leiðtogi Frakka í stríðinu og tókst einna best að stappa stálinu í hermennina eftir uppreisn franska hersins árið 1917. Það ár var Pétain gerður að yfirhershöfðingja franska heraflans og gegndi þeirri stöðu til stríðsloka, en þurfti þó að hlýða stefnu yfirstjórnar bandamannahersins, sem var undir stjórn keppinautar hans [[Ferdinand Foch]]. Pétain var gerður marskálkur Frakklands árið 1918.