Munur á milli breytinga „Svarfaðardalur“

m
(m)
[[Mynd:Svarfadardalur.jpg|right|thumb|Svarfaðardalur-Skíðadalur, Árgerðisbrú fremst, Gljúfurárjökull innst í dal.]]
'''Svarfaðardalur''' er stór og þéttbýll [[dalur (landslagsþáttur)|dalur]] sem liggur milli hárra fjalla inn frá [[Dalvík]] við [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] að vestan. Hann tilheyrir sveitarfélaginu [[Dalvíkurbyggð]]. Um 10 km frá sjó klofnar hann. Eystri dalurinn nefnist [[Skíðadalur]] og hann heldur meginstefnu dalsins til suðvesturs en hinn dalurinn heldur Svarfaðardalsnafninu, hann sveigir mjög til vesturs og er oft kallaður Svarfaðardalur fram. Fjölmargir afdalir ganga út frá aðaldölunum. Smájöklar eru víða í þessum dölum. Stærsti jökullinn er [[Gljúfurárjökull]] sem er fyrir botni Skíðadals og blasir við úr byggð. Fjöllin eru mikil og brött og margir tindar á bilinu 1000-1400 m á hæð. Hæstu fjöllin eru upp af Skíðadal, hæstur er [[Dýjafjallshnjúkur]] 1456 m. [[Svarfaðardalsá]] rennur eftir dalnum. Hún á innstu upptök sín á [[Heljardalsheiði]] en safnar að sér vatni úr fjölda þveráa og lækja. Stærst þessara áa er Skíðadalsá. Fjölmargar gönguleiðir og fornir fjallvegir liggja úr Svarfaðardal og Skíðadal til næstu byggðarlaga. Þekktasti fjallvegurinn er Heljardalsheiði. Um hana lá hin forn þjóðleið til [[Hólar í Hjaltadal|Hóla]] í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]]. Í Svarfaðardal voru fjórir kirkjustaðir, [[Vellir]], [[Tjörn (Svarfaðardalur)|Tjörn]], [[Urðir]] og [[Upsakirkja|Upsir]]. Barna- og unglingaskóli var á [[Húsabakki í Svarfaðardal|Húsabakka]] [[1956]]-[[2004]]. Þar er nú samkomuhús sveitarinnar en það heitir [[Samkomuhúsið Rimar|Rimar]]. [[Sundskáli Svarfdæla]] er upp undir fjallshlíðinni ofan við Húsabakka. Hann var reistur [[1929]] og er talinn ein elsta yfirbyggða sundlaug landsins. Volgar lindir eru í [[Laugahlíð]] ofan við Sundskálann og úr einni þeirra fékk hann vatn. Seinna var borað eftir vatni og vatn leitt þaðan til skálans. Hitaveita er í neðanverðum dalnum en heitt vatn fæst úr borholum á Hamri í Svarfaðardal og á Árskógsströnd. [[Friðland Svarfdæla]] nær frá sjó við Dalvík og spannar flatann dalbotninn inn fyrir Húsabakka. Þar ereru göngustígar og reiðstígar og mikið og fjölskrúðugt fuglalíf.
 
== Menning ==
Óskráður notandi