Munur á milli breytinga „Lögreglan á Íslandi“

m (Tók aftur breytingar 89.160.198.18 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur)
Lítil þróun varð í löggæslumálum á Íslandi fyrr en rétt fyrir aldamótin [[1800]]. Bruni í [[Innréttingarnar|Innréttingum]] [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]] árið [[1778]] varð til þess að vaktarar voru settir við verksmiðjurnar á næturnar. Fljótlega var vaktaranum sagt upp hjá Innréttingunum en annar var ráðinn til starfa hjá Reykjavíkurkaupstað.
 
[[15. apríl]] [[1803]] var svo skipaður [[bæjarfógeti]] í [[Reykjavík]] og hafði hann tvo einkennisklædda lögregluþjóna sér til aðstoðar, báða danska. Þeir hétu Ole Björn og Wilhelm Noldte. Fyrsti íslenski lögregluþjóninn, [[Jón Benjamínsson]], tók til starfa árið [[1814]] og árið [[1859]] varð löggæsla á Íslandi alíslensk.
 
Lög um lögreglusamþykktir voru samþykkt á Alþingi árið [[1891]] og upp frá því var hafist handa við að ráða lögregluþjóna á helstu þéttbýlisstöðum víðsvegar um landið. Lögreglumönnum fjölgaði svo jafnt og þétt á landinu, sérstaklega í Reykjavík, í upphafi 20. aldar. Árið [[1933]] var stofnuð ríkislögregla á Íslandi í kjölfar [[óeirðir|óeirða]] sem urðu [[1932]] á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta voru flestir lögregluþjónar starfsmenn bæjarfélaga og varð ekki breyting þar á fyrr en [[1972]]. Þá tók ríkið yfir rekstur lögreglu og hefur síðan þá aðeins verið eitt lögreglulið á Íslandi.
Óskráður notandi