„Borðeyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
grunnskóli og leikskóli er ekki lengur á borðeyri
bætti við sögu
Lína 8:
Borðeyri varð [[löggiltur verslunarstaður]] [[23. desember]] [[1846]]. Með fyrstu kaupmönnum sem ráku verslun þar var [[Richard P. Riis]] sem reisti þar verslunarhús. [[7. maí]] [[1934]] kom þar upp [[Borðeyrardeilan]] sem snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag Hrútfirðinga en síðar var þar útibú frá Kaupfélaginu á [[Hvammstangi|Hvammstanga]]. Seinast var þar verslunin Lækjargarður sem ekki er starfrækt lengur. Í dag er bifreiðaverkstæði[http://www.sgverk.com], gistiheimili[http://www.tangahus.is] og tjaldsvæði. Verið er að vinna að endurbótum á elsta húsi staðarins, [[Riis-hús]]i, en það eitt elsta hús við [[Húnaflói|Húnaflóa]].
 
== <big>saga</big> ==
Á Borðeyri fæddust [[Sigurður Eggerz]] forsætisráðherra, [[Þorvaldur Skúlason]] listmálari og [[Karl Kvaran]] listmálari. [[Thor Jensen]] kom til Borðeyrar um fermingaraldur til að starfa við Brydeverslunina þar.
 
Við Borðeyri er frá náttúrunnar hendi ágætt skipalægi og í fornritum er staðarins víða getið í tengslum við siglingar og kaupmennsku.  Á þjóðveldisöld (ca. 930-1264) hefur Borðeyri verið í hópi mikilvægustu kauphafna Norðanlands.  Siglt var á sumrum og hefur verslunarleiðangur til Íslands venjulega tekið heilt ár þótt fyrir kæmi að siglt væri út og utan hið sama sumar.  Kaupmenn hafa dvalið vetrarlangt í skjóli bænda en skipin legið í naustum.  Er líða tók á síðmiðaldir dró mjög úr skipakomum til Borðeyrar og hefur aukin fiskverslun ýtt undir að farið var að sigla á nýjar hafnir.
 
Á tímum einokunarverslunar (ca. 1602-1787) voru aðeins tveir verslunarstaðir við Húnaflóa, <var>Kúvíkur</var> í Reykjarfirði og Höfðakaupstaður á Skagaströnd.  Það var því langt og kostnaðarsamt að sækja verslun úr Hrútafirði og fóru menn gjarnan suður á Snæfellsnes í þeim erindagjörðum.  Íbúum í nærsveitum Borðeyrar var því að vonum mikið kappsmál að siglingar hæfust þangað að nýju.  Um miðja 19. öld fengu þær hugmyndir hljómgrunn og Borðeyri var löggiltur verslunarstaður með konungsbréfi árið 1846, en verslunin fór fyrst um sinn aðeins fram á skipum lausakaupmanna.
 
Pétur Eggerz hefur stundum verið nefndur faðir Borðeyrar en hann lærði verslunarfræði á Englandi en tók svo Borðeyrarbæ til ábúðar árið 1857.  Réðist hann í miklar byggingaframkævmdir á Borðeyrartanga.  Eitt hús Péturs stendur enn og gengur nú undir heitinu <code>Riishús,</code> en það er timburhús á einni hæð með risi, byggt árið 1864.  Pétur stóð að ýmsum framfaramálum í héraðinu og var hann m.a. einn forvigismanna að stofnun "Félagsverslunarinnar við Húnaflóa" árið 1870.
 
Félagssvæðið breiddist hratt út og tók fimm árum síðar yfir sex sýslur, með aðalstöðvar í verslunarhúsum þeim sem Pétur reisti á Borðeyri.  Þótt Félagsverslunin hafi ekki orðið langlíf kom það ýmsu góðu til leiðar, bæði hvað varðaði verðlag og vöruvöndun og ekki síður efldi það trú og bjartsýni á að landsmenn gætu sjálfir tekið að sér verslunina.
 
Þótt Félagsverslunin eða "Borðeyrarfélagið" liði undir lok árið 1877 urðu verslunarumsvifin sífellt meiri þegar líða tók á öldina og urðu ýmsir kaupmenn til að reka þar verslun, m.a. hóf Thor Jensen störf hérlendis sem verslunarþjónn í Brydesverslun.  Á árunum 1876-1896 var Borðeyri ein mikilvægasta útflutningshöfn á lifandi sauðfé til Bretlands og fylgdi sú nýklunda að bændur fengu greitt út í peningum. 
 
Frá Borðeyri hófu einnig margir Vesturfarar siglingu sína til Ameríku. 
 
Richard P. Riis eignaðist öll verslunarhús á Borðeyri árið 1892 og var rekin þar verslun undir hans nafni til 1930, að Kaupfélag Hrútfirðinga keypti eignirnar og rak þar verslun allt til ársins 2002.
 
Á Borðeyri var rekin veitingasala frá 1880, oftast kallað "Vertshúsið", en bann við sölu áfengis árið 1915 kippti grundvellinum undan þeirri starfsemi.  Borðeyri var sýslumannssetur á fyrri hluta 20. aldar og á tímum síðari heimsstyrjaldar höfðu Bretar þar bækistöð.  Þar var einnig landssímastöð um árabil, en eftir að stöðin flutti að Brú var gamla landssímahúsið notað undir barnaskóla fyrir hreppinn, frá 1951, eða þar til nýtt og myndarlegt skólahús var reist á staðnum árið 1974.
 
 Miklir húsbrunar urðu á Borðeyri á 4. og 5. áratug síðustu aldar og hlaust af þeim mikið og óbætanlegt tjón. 
 
Á Borðeyri hafa fæðst tveir þjóðþekktir einstaklingar, þeir Sigurður Eggertz (1875) fyrrverandi ráðherra Íslands og Þorvaldur Skúlason (1906) listmálari og frumkvöðull í íslenskri abstraktmálun.   
 
Bordeyri S:
 
== Tenglar ==