„Paradísarmissir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
{{skáletrað}}
[[Mynd:Houghton_EC65.M6427P.1667aa_-_Paradise_Lost,_1667.jpg|thumb|right|Titilsíða frumútgáfunnar frá 1667.]]
'''''Paradísarmissir''''' er [[stakhenda|stakhent]] [[söguljóð]] eftir enska skáldið [[John Milton]]. Það kom fyrst út á prenti árið [[1667]] og skiptist í 10 bækur með yfir 10.000 ljóðlínum. Önnur útgáfa kom út 1674 þar sem ljóðið skiptist í 12 bækur (líkt og ''[[Eneasarkviða]]'' [[Virgill|Virgils]]). Milton var þegar orðinn frægur fyrir rit sín til stuðnings [[Enska samveldið|Enska samveldinu]]. Þegaren þegar [[Stúart-endurreisnin]] gekk í garð 1660 hafði hann misst sjónina vegna augnsjúkdóms. Hann slapp úr fangavist fyrir milligöngu áhrifamikilla vina. ''Paradísarmissir'' var samið á milli 1658 og 1664 þegar Milton var blindur, fátækur og á flótta. Fyrsta prentun bókarinnar seldist upp á 18 mánuðum. Það varð til þess að Milton var öldum saman álitinn eitt af höfuðskáldum enskra bókmennta.
 
Ljóðið segir frá [[syndafallið|syndafallinu]]: hvernig [[Satan]] freistar [[Adam og Eva|Adams og Evu]] og brottrekstri þeirra úr [[Eden]]. Helstu persónur kvæðisins eru Satan, Adam, Eva, Guð, Guðssonurinn og erkienglarnir Mikael og Rafael.