„30. maí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JabbiAWB (spjall | framlög)
m clean up, replaced: {{MaíDagatal}} → {{dagatal|maí}} using AWB
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Atburðir ==
* [[1431]] - [[Jóhanna af Örk]] (Jeanne d'Arc, Mærin frá Orleans) var brennd á báli í [[Rúðuborg]] (Rouen) í [[Frakkland]]i.
* [[1434]] - [[Bæheimsku styrjaldirnar]]: [[Orrustan við Lipan]] átti sér stað.
* [[1536]] - [[Hinrik 8.]] Englandskonungur gekk að eiga [[Jane Seymour]], 11 dögum eftir aftöku [[Anne Boleyn]].
* [[1539]] - [[Hernando de Soto]] lenti í [[Tampa Bay]] í [[Flórída]] með 600 manna lið.
* [[1574]] - Hinrik af Anjou, nýlega kjörinn konungur [[Pólland]]s, varð [[Hinrik 3. Frakkakonungur]] þegar [[Karl 9. Frakkakonungur|Karl 9.]] bróðir hans lést. Móðir þeirra, [[Katrín af Medici]], stýrði ríkinu þar til Hinrik sneri aftur frá Póllandi.
* [[1581]] - Mikill [[jarðskjálfti]] reið yfir á [[Suðurland]]i. Bæir á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]] og í [[Hvolhreppi|Hvolhrepp]] hrundu og mannskaði varð.
* [[1635]] - [[Ferdinand 2. keisari]] og [[Þýskaland|þýsku]] mótmælendafurstarnir gerðu með sér [[Friðarsamkomulagið í Prag (1635)|friðarsamkomulag]] í [[Prag]] sem fól í sér að [[Endurheimtartilskipunin]] frá [[1629]] var afturkölluð.
* [[1646]] - [[Spánn]] og [[Holland]] gerðu með sér tímabundið [[vopnahlé]].
* [[1662]] - [[Karl 2. Englandskonungur]] giftist [[Katrín af Braganza|Katrínu af Braganza]].
* [[1768]] - [[Eggert Ólafsson]] skáld og varalögmaður fórst á [[Breiðifjörður|Breiðafirði]] ásamt konu sinni og sex öðrum mönnum. Voru þau að koma frá vetursetu í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]].
* [[1829]] - [[Jónas Hallgrímsson]] flutti prófræðu sína í [[Bessastaðir|Bessastaðakirkju]].
* [[1836]] - [[Paul Gaimard]] kom með leiðangur sinn til [[Reykjavík]]ur og fóru þeir víða um land. Einn leiðangursmanna, [[August Mayer]], teiknaði fjölda mynda hérlendis og hafa þær verið gefnar út.
* [[1851]] - [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] var kosinn forseti [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnardeildar]] [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hins íslenska bókmenntafélags]] og gegndi þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. Um skeið var hann einnig forseti [[Alþingi]]s.
* [[1889]] - [[Hallgrímur Sveinsson]] var vígður [[biskup]].
<onlyinclude>
* [[1894]] - [[Eldey]] var klifin í fyrsta skipti. Var þar að verki [[Eldeyjar-Hjalti]] (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyingar]]. Var þetta talin hættuför hin mesta.
* [[1919]] - Fyrsti íslenski [[ríkisráðsfundur]]inn var haldinn í [[Fredensborgarhöll]] í [[Danmörk]]u. Fyrsti slíkur fundur hérlendis var haldinn tveimur árum síðar.
* [[1940]] - Róstur urðu eftir [[Knattspyrna|knattspyrnuleik]] milli [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] og [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]] í [[Reykjavík]]. Þrjátíu manns voru handteknir.
* [[1967]] - Suðausturhluti [[Nígería|Nígeríu]] lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu [[Biafra]]. Í ágúst gerðu nígerískar hersveitir innrás í Biafra og þar með hófst [[Biafrastyrjöldin]], sem stóð til 1970.
* [[1971]] - [[Marineráætlunin]]: [[Bandaríkin]] sendu könnunarfarið ''[[Mariner 9]]'' á loft.
* [[1977]] - Kvikmynd [[Hrafn Gunnlaugsson|Hrafns Gunnlaugssonar]], ''[[Blóðrautt sólarlag]]'', var frumsýnd og urðu um hana deilur.
* [[1979]] - [[Brúðubíllinn]] hóf starfsemi sína í Reykjavík.
<onlyinclude>
* [[1981]] - Forseti Bangladess, [[Ziaur Rahman]], var myrtur í [[Chittagong]].
* [[1982]] - [[Spánn]] varð sextánda aðildarland [[NATO]] og fyrsta ríkið til að gerast meðlimur frá því [[Vestur-Þýskaland]] gekk í bandalagið árið [[1955]].
* [[1982]] - [[Hussain Muhammad Ershad]] rændi völdum í Bangladess.
* [[1984]] - [[Alþingi]]smönnum var fjölgað úr 60 í 63 og [[kosningaaldur]] var lækkaður úr 20 árum í 18 ár.</onlyinclude>
* [[1992]] - [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna]] samþykkti efnahagsþvinganir gegn [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] vegna Bosníustríðsins.
* [[1996]] - [[Hoover-stofnunin]] lét frá sér bjartsýna skýrslu þar sem ályktað var að [[hnattræn hlýnun]] myndi draga úr dánartíðni í Norður-Ameríku.
* [[1998]] - Allt að 5.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir [[Afganistan]].
* [[1998]] - [[Pakistan]] framkvæmdi [[Chagai-II]]-kjarnorkutilraunina.
* [[2005]] - Knattspyrnuleikvangurinn [[Allianz Arena]] í München var opnaður.</onlyinclude>
 
== Fædd ==
* [[1201]] - [[Teóbeld 4. af Champagne|Teóbeld 4.]], greifi af Champagne (d. [[1253]]).
* [[1220]] - [[Alexander Nevskíj]], rússnesk þjóðhetja og dýrlingur (d. [[1263]]).
* [[1664]] - [[Giulio Alberoni]], ítalskur kardináli og stjórnmálamaður (d. [[1754]]).
* [[1672]] - [[Pétur mikli]], keisari Rússlands (d. [[1725]]).
* [[1814]] - [[Mikhail Bakunin]], rússneskur byltingarsinni (d. [[1876]]).
* [[1860]] - [[Ari Johnsen]], íslenskur óperusöngvari (d. [[1927]]).
* [[1944]] - [[Sigurður Sigurðarson (f. 1944)|Sigurður Sigurðarson]], vígslubiskup í Skálholti (d. [[2010]]).
* [[1947]] - [[David Sedley]], breskur fornfræðingur.
* [[1955]] - [[Richard Janko]], bandarískur fornfræðingur.
* [[1964]] - [[Tom Morello]], bandarískur gítarleikari.
* [[1964]] - [[Mark Sheppard]], enskur leikari.
* [[1975]] - [[Stefán Álfsson]], íslenskur athafnamaður.
* [[1979]] - [[Pavel E. Smid]], íslenskt tónskáld.
* [[1980]] - [[Steven Gerrard]], breskur knattspyrnumaður.
* [[1984]] - [[Málfríður Erna Sigurðardóttir]], íslensk knattspyrnukona.
 
== Dáin ==
* [[1431]] - [[Jóhanna af Örk]] (Jeanne d'Arc, Mærin frá Orleans).
* [[1574]] - [[Karl 9. Frakkakonungur]], konungur Frakklands (f. [[1550]]).
* [[1593]] - [[Christopher Marlowe]], enskt skáld (f. [[1564]]).
* [[1606]] - [[Ardjan Dev]], síkagúrú (f. [[1563]]).
* [[1640]] - [[Peter Paul Rubens]], flæmskur listmálari (f. [[1577]]).
* [[1695]] - [[Pierre Mignard]], franskur listmálari (f. [[1612]]).
* [[1744]] - [[Alexander Pope]], bresk skáld (f. [[1688]]).
* [[1768]] - [[Eggert Ólafsson]] skáld og varalögmaður (f. [[1726]]).