Munur á milli breytinga „Halldór Laxness“

1.136 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
'''Halldór (Kiljan) Laxness''' ([[23. apríl]] [[1902]] - [[8. febrúar]] [[1998]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[rithöfundur]] og [[skáld]], jafnan talinn einn helsti íslenski rithöfundurinn á [[20. öldin|20. öld]].
 
Hann byrjaði snemma að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 1413 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] undir nafninu ''H.G.'',<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=97555&pageId=1199022 Ekki''Hverasilungar og hverafuglar'', Morgunblaðið, 19. mars 1916, bls. 7]</ref> og ekki löngu síðar, þá 14 ára gamall, birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og''H. varGuðjónsson frá greinLaxnesi''.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=97786&pageId=1200095 umMorgunblaðið, gamla''Gömul klukkuklukka'', 7. nóvember 1916, bls. 2]</ref>
 
Á ferli sínum skrifaði Halldór skáldsögur, smásögur, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit, þýddi bækur yfir á íslensku og fleira. Halldór hlaut [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum]] árið 1955.
 
== Nafn ==
Halldór Laxness fæddist sem Halldór Guðjónsson. Árið 1905 hóf fjölskylda hans búskap að [[Laxnes]]iLaxnesi í Mosfellssveit, og kenndi Halldór sig við þann bæ æ síðar.<ref>Heimir Pálsson (1998): 65.</ref> [[Millinafn]]ið [[Kiljan]] tók hann upp þegar hann [[skírn|skírðist]] til kaþólskrar trúar.<ref>Heimir Pálsson (1998): 65.</ref>
 
== Ævi ==
[[Mynd:Laxness portrett einar hakonarson 1984.jpg|thumb|250px|Málverk af Halldóri Laxness eftir [[Einar Hákonarson]] frá 1984]]
Halldór var elstur í þriggja systkina hópi, en yngri voru systur hans, Sigríður (28. apríl 1909 - 18. ágúst 1966<ref>[http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113233&pageId=1377723 Morgunblaðið, 25. ágúst 1966, bls. 17]</ref>) og Helga (5. maí 1912 - 15. janúar 1992<ref>[http://www.mbltimarit.is/greinasafn/grein/81564/view_page_init.jsp?issId=124516&pageId=1758343 Morgunblaðið, 23. janúar 1992, bls. 33]</ref>). Foreldrar Halldórs voru Guðjón Helgi Helgason (23. október 1870 - 19. júní 1919) og Sigríður Halldórsdóttir (27. október 1872 - 17. september 1951)<ref>[http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2965583 DV, 14. febrúar 1998, bls. 54]</ref>. Guðjón var af fátækum ættum og vann meðal annars í vegavinnu um allt Ísland og fékk fyrir það þokkaleg laun. Sigríður móðir Halldórs var ættuð frá [[Ölfus]]i, hún fluttist ung til [[Reykjavík|Reykjavíkur]] þar sem hún og Guðjón kynntust svo síðar.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 7–14.</ref>
 
Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5631093 Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002, bls. 4] </ref>), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk, og þar var alltaf nóg að gera. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.</ref>{{tilvitnun2|Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.|Halldór Guðmundsson (2004): 19.}}
 
Halldór byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, ''[[Barn náttúrunnar]]'', 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á [[Landsbókasafnið|Landsbókasafninu]] að skrifa en að mæta í skólann. ''Barn náttúrunnar'' gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.</ref>
Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í [[Bandaríkin|Vesturheimi]] á árunum 1927–1929. Hann var í [[klaustur|klaustri]] í [[Lúxemborg]] frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.</ref>
 
Frumburð sinn, Maríu (10. apríl 1923 - 19. mars 2016<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1590820/ Morgunblaðið, 31. mars 2016]</ref>), eignaðist Halldór með Málfríði Jónsdóttur (29. ágúst 1896 - 7. nóvember 2003<ref>[http://www.mbltimarit.is/greinasafn/grein/763374/view_page_init.jsp?issId=251823&pageId=3483861 Morgunblaðið, 13. nóvember 2003, bls. 2]</ref>) sem hann hafði kynnst sumarið 1922 í [[Rønne|Rönne]] á [[Borgundarhólmur|Borgundarhólmi]]; þau giftust samt ekki. Í lok ævi sinnar var Málfríður [[Listi yfir elstu manneskjur á Íslandi|elsti lifandi Íslendingurinn]].
 
Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur (3. maí 1908 - 22. janúar 1994<ref>[http://www.mbltimarit.is/greinasafn/grein/123789/view_page_init.jsp?issId=126136&pageId=1800431 Morgunblaðið, 2. febrúar 1994, bls. 32]</ref>) og með henni átti hann soninn Einar (9. ágúst 1931 - 23. maí 2016<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/25/andlat_einar_laxness/ Morgunblaðið, 25. maí 2016]</ref>). Þau slitu samvistir 1940. Halldór kynntist seinni konu sinni, Auði Sveinsdóttur (30. júní 1918 - 29. október 2012<ref>[http://www.mbltimarit.is/frettir/innlent/2012/10/30/audur_sveinsdottir_laxness_latin/view_page_init.jsp?issId=370381&pageId=6031157 Morgunblaðið, 3031. október 2012, bls. 2]</ref>), á [[Laugarvatn|Laugarvatni]] 1939. Samkvæmt frásögn ævisöguritara Halldórs Laxness, [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], vildi Halldór fara rólega í sakirnar, og fyrstu árin eftir að þau byrjuðu að vera saman þurfti Auður að bíða þolinmóð eftir honum.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 439–440.</ref> Halldór Guðmundsson segir svo frá að Auður hafi verið tilbúin til þess að færa fórnir fyrir Halldór og getað létt áhyggjum af skáldinu, hún var konan sem Halldór dreymdi um.<ref>Halldór Guðmundsson. Halldór Laxness, ævisaga, bls. 501.</ref> Auður og Halldór giftu sig hjá [[borgarfógeti|borgarfógeta]] 24. desember 1945. Þau fluttu að [[Gljúfrasteinn|Gljúfrasteini]] árið 1945 en það hús létu hjónin byggja. Það var draumur Halldórs að eignast heimili á sínum bernskuslóðum og þau fengu arkitektinn [[Ágúst Pálsson]] ([[:en:Ágúst Pálsson|en]]) til þess að teikna húsið<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Ágúst_Pálsson</ref>. Auður sá að mestu um að fylgjast með húsasmíðunum á meðan Halldór einbeitti sér að skrifum.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007). 72–75.</ref> Halldór og Auður eignuðust tvær dætur - Sigríði (*26. maí 1951) og Guðnýju (*23. janúar 1954).<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 557–578.</ref>
 
Þegar Halldór var orðinn gamall maður og heilsunni farið að hraka fluttist hann á [[Reykjalundur|Reykjalund]]. Þar var hann í fjögur ár og sífellt meira bundinn við rúmið. Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998, þá orðinn 95 ára. Í Morgunblaðinu birtist grein eftir [[MattíasMatthías Johannessen]] skáld þar sem hann sagði meðal annars:{{tilvitnun2|Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð.|Mattías Johannessen<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 345–347.</ref>}}
 
== Viðurkenning ==
Árið 1955 var Halldór Laxness sæmdur [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaununum]]. Það var í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] sem Halldór veitti verðlaununum viðtöku frá þáverandi konungi Svía, [[Gústaf 6. Adólf|Gústaf VI. Adolf]], nánar tiltekið í Hljómleikahúsinu við Kóngsgötuna. Nóbelsverðlaunin höfðu strax jákvæð áhrif, og bækurnar Halldórs voru í kjölfarið þýddar á fleiri tungumál og menn sem höfðu ekki gefið verkunum gaum áður kynntu sér bækurnar hans. Verðlaunin, Nóbelsskjalið og gullpeningurinn, eru varðveitt í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] og í myntsafni [[Seðlabanki Íslands|seðlabankans]].<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 183–201.</ref>
 
Auk Nóbelsverðlauna fékk Halldór fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín, en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru: Menningarverðlaun ASF, [[Silfurhesturinn]] (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun kennd við [[Martin Andersen Nexö]] ([[:en:Martin Andersen Nexø|en]]), svo nokkur séu nefnd. Árið 1968 var Halldór gerður að heiðursdoktor við [[Åbo háskólann]] ([[:en:Åbo Akademi University|en]]) í [[Finnland]]i í tilefni 50 ára afmælis skólans.
 
Halldór Laxness var gerður að heiðursdoktor við eftirfarandi háskóla:
* 1968: [[Aabo háskólinn]] ([[:en:Åbo Akademi University|en]]) í [[Finnland]]i í tilefni 50 ára afmælis sænskudeildarinnar við skólann,<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113796&pageId=1394082 Morgunblaðið, 25. maí 1968, bls. 28]</ref>
* 1972: [[Háskóli Íslands]] í tilefni sjötugsafmælis Halldórs,<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=115081&pageId=1430234 Morgunblaðið, 5. apríl 1972, bls. 32]</ref>
* 1977: [[Edinborgarháskóli]] í [[Skotland|Skotlandi]],<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=116844&pageId=1488476 Morgunblaðið, 20. júlí 1977, bls. 28]</ref>
* 1982: [[Háskólinn í Tübingen]] í [[Þýskaland|Þýskalandi]] í tilefni áttræðisafmælis Halldórs.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118622&pageId=1555238 Morgunblaðið, 20. apríl 1982, bls. 3]</ref>
 
== Stíll ==
 
== Deilur um ævisögu Laxness ==
[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], [[prófessor]] sagði frá því opinberlega sumarið [[2003]], að hann væri að skrifa [[ævisaga|ævisögu]] Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á [[handrit]]adeild [[Þjóðarbókhlaðan|Þjóðarbókhlöðunnar]] og tókst það.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/09/27/skriflegt_leyfi_tharf_til_ad_skoda_skjol_halldors_l/ Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni] Morgunblaðið</ref> Ástæðan var sú að hún taldi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar ''Halldór'' kom út gagnrýndu [[Helga Kress]], prófessor, og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda.<ref>[http://notendur.hi.is/helga/Skjol/Eftir%20hvern.pdf „Eftir hvern“; Helga Kress tók saman]</ref> Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.
 
Haustið [[2004]] höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á [[íslensk höfundalög|lögum um höfundarrétt]]. Hannes var sýknaður í [[Héraðsdómur Reykjavíkur|Héraðsdómi Reykjavíkur]] [[2006]] en málinu var áfrýjað til [[Hæstiréttur|Hæstaréttar]] og þar var Hannes dæmdur árið [[2008]] fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Laxness. Var honum gert að greiða 1,5 milljónir króna í fébætur og 1,6 milljónir í málskostnað.
 
Auður Laxness og fjölskylda hennar hefur lagt blessun sína yfir ævisögu skáldsins, sem rituð var af [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], rithöfundi, og veitti honum góðfúslega aðgang að bréfasafni og gögnum, sem voru í vörslu fjölskyldunnar.
 
== Meint afskipti íslenskra ráðamanna af útgáfu rita Laxness í Bandaríkjununm ==
[[Guðný Halldórsdóttir]], [[leikstjóri]] og dóttir skáldsins, sagði í [[Kastljós (dægurmálaþáttur)|Kastljósþætti]] [[RÚV|sjónvarpsins]] [[18. mars]] [[2007]] að [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]], [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]] 1963-1970, hefði lagt stein í götu föður síns sem varð til þess að honum reyndist illmögulegt að gefa út bækur sínar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
 
== Verk ==
| valign="top" |
=== Ljóð ===
* [[1925]] - Únglíngurinn í skóginum
* [[1930]] – [[Kvæðakver]]
 
 
=== Kvikmyndir gerðar eftir bókum Laxness ===
* [[1954]] – [[Salka Valka (kvikmynd)|Salka Valka (1954)]]
* [[1972]] – [[Brekkukotsannáll (kvikmynd)|Brekkukotsannáll (1972)]]
* [[1981]] – [[Paradísarheimt (kvikmynd)|Paradísarheimt (1981)]]
* [[1984]] – [[Atómstöðin (kvikmynd)|Atómstöðin (1984)]]
* [[1989]] – [[Kristnihald undir Jökli (kvikmynd)|Kristnihald undir Jökli (1989)]]
* [[1999]] – [[Ungfrúin góða og húsið (kvikmynd)|Ungfrúin góða og húsið (1999)]]
 
== Tilvísanir ==
87

breytingar