„Fransk-prússneska stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:BismarckundNapoleonIII.jpg|thumb|right|[[Otto von Bismarck]] og Napoleon[[Napóleon 3.]] eftir orrustuna við Sedan.]]
'''Fransk-prússneska stríðið''' ([[19. júlí]] [[1870]] – [[10. maí]] [[1871]]) var stríð milli [[Frakkland]]s og [[Prússland]]s, sem naut fulltingis annarra þýskra ríkja. Afgerandi sigur Prússlands leiddi til sameiningar þýsku ríkjanna í [[Þýska keisaraveldið]] undir [[Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari|Vilhjálmi 1.]] keisara. Það leiddi einnig til falls [[NapoleonNapóleon 3.|Napoleons 3.]] og stofnunar [[Þriðja franska lýðveldið|lýðveldisins]]. Í [[Frankfurt-sáttmálinn (1871)|friðarsáttmálanum]] var kveðið á um að Prússland fengi [[Alsace-Lorraine]] héruðin en þau tilheyrðu Þýskalandi þar til eftir [[fyrri heimsstyrjöldin]]a.
 
Yfirburðir prússneska hersins urðu fljótt ljósir og stöfuðu meðal annars af notkun járnbrauta og nýtískulegs [[stórskotalið]]s. Prússar unnu nokkra auðvelda sigra í Austur-Frakklandi og í [[Orrustan við Sedan|orrustunni við Sedan]] þann [[2. september]] 1870 handsömuðu þeir Napoleon 3. ásamt öllum her sínum. Þetta batt þó ekki endi á stíðið, því lýðveldi var stofnað í [[París]] tveimur dögum síðar og mótspyrna Frakka hélt áfram.