„Maóríska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 95:
 
== Málfræði ==
Biggs (1998) þróaði kenningu um að grunneining í maórísku væri [[setningarliður|liðurinn]] frekar en [[orðiðorð]]. Orðasafnsorðið er „haus“ liðarins. Nafnorð eru þeir hausar sem geta tekið með sér [[ákveðinn greinir|ákveðinn greini]] en geta ekki verið kjarni [[sagnliður|sagnliðar]], til dæmis ''ika'' „fiskur“ eða ''rākau'' „tré“. [[Fleirtala|fleirtölu]] má tákna með ýmsum hætti, t.d. með ákveðnum greini (''te'' í eintölu og ''ngā'' í fleirtölu); ábendingarögnum ''tērā rākau'' „þetta tré þarna“, ''ērā rākau'' „þessi tré þarna“; eða eignarfornöfnum ''taku whare'' „húsið mitt“, ''aku whare'' „húsin mín“. Stundum er sérhljóð lengt til að sýna fleirtöluna, svo sem ''wahine'' „kona“ : ''wāhine'' „konur“.
 
Stöðuorð (e. ''statives'') geta þjónað tilgangi hausa í sagnarliðum, svo sem ''ora'' „á lífi“ eða ''tika'' „sem hefur rétt fyrir sér“ en ekki í þolmyndarmerkingu. Setningarbygging setninga með stöðuorðum er frábrugðin byggingu annars konar setninga.
Lína 153:
*''Tēnā koutou'' „sæl verið þið (fleiri en tvö)“
 
Í tvítölu og fleirtölu er greint á milli tvenns konar „við“: í fyrsta lagi þar sem viðmælandinn er talinn með og í öðru lagi ekki. ''Mātou'' á við mælandann og aðra en ekki viðmælandann, þar sem ''tātou'' á við mælandann, viðmælandann og aðra.
 
== Tilvísanir ==