„Maóríska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 92:
|
|
|}
 
== Málfræði ==
Biggs (1998) þróaði kenningu um að grunneining í maórísku væri [[setningarliður|liðurinn]] frekar en [[orðið]]. Orðasafnsorðið er „haus“ liðarins. Nafnorð eru þeir hausar sem geta tekið með sér [[ákveðinn greinir|ákveðinn greini]] en geta ekki verið kjarni [[sagnliður|sagnliðar]], til dæmis ''ika'' „fiskur“ eða ''rākau'' „tré“. [[Fleirtala|fleirtölu]] má tákna með ýmsum hætti, t.d. með ákveðnum greini (''te'' í eintölu og ''ngā'' í fleirtölu); ábendingarögnum ''tērā rākau'' „þetta tré þarna“, ''ērā rākau'' „þessi tré þarna“; eða eignarfornöfnum ''taku whare'' „húsið mitt“, ''aku whare'' „húsin mín“. Stundum er sérhljóð lengt til að sýna fleirtöluna, svo sem ''wahine'' „kona“ : ''wāhine'' „konur“.
 
Stöðuorð (e. ''statives'') geta þjónað tilgangi hausa í sagnarliðum, svo sem ''ora'' „á lífi“ eða ''tika'' „sem hefur rétt fyrir sér“ en ekki í þolmyndarmerkingu. Setningarbygging setninga með stöðuorðum er frábrugðin byggingu annars konar setninga.
 
Staðarhausar (e. ''locative bases''), eins og ''runga'' „fyrir ofan“, waho „fyrir utan“, geta komið á eftir staðarögninni ''ki'' „til, að“, ásamt [[örnefni|örnefnum]], t.d. ''ki Tamaki'' „til Auckland“.
 
Persónuhausar (e. ''personal bases''), eins og mannanöfn, geta tekið persónugreininn ''a'' á eftir ''ki'', t.d. ''ki a Hohepa'' „til Jósefs“.
 
=== Agnir ===
Eins og í öðrum pólýneskískum málum er ríkur forði [[ögn (málfræði)|agna]] í maórísku, meðal annars sagnagnir, fornöfn, staðaragnir, ábendingaragnir og eignaragnir.
 
Sagnagnir tákna [[horf]], [[tíðbeyging sagna|tíð]] eða [[hættir sagna|hátt]] sagna sem þær eru notaðar með. Sem dæmi má nefna ''ka'' (byrjunarhorf), ''i'' (fortíðarhorf), ''kua'' (lokið horf) og ''kia'' (viljahorf). Í maórísku er ekki greint skýrt á milli horfa, tíða og hátta eins og í [[indóevrópsk mál|indóevrópskum málum]]. Staðaragnir eiga við stað eða tíma, svo sem ''ki'' „til, að“, ''kei'' „við, hjá“, ''i'' „í fortíðinni“ og ''hei'' „í framtíðinni“. Eignaragnir skiptast í ''a'' og ''o'' eftir því hvernig sambandinu milli aðila er háð: ''ngā tamariki a te matua'' „börn foreldrisins“ á móti ''te matua o ngā tamariki'' „foreldri barnanna“.
 
Meðal ábendingaragna eru greinarnir ''te'' (et.) og ''ngā'' (ft.) og eignaragnirnar ''tā'' og ''tō''. Þessar agnir má einnig nota með fornöfnum. Ábendingaragnir gefa upplýsingar um fjarlægð hlutar frá mælandum, t.d. ''tēnei'' „þetta nálægt mér“, ''tēnā'' „þetta nálægt þér“, ''tērā'' „fjarlægt okkur báðum“ og ''taua'' „hið fyrrnefnda“. Aðrar ábendingaragnir eru til dæmis ''tēhea?'' „hvaða?“ og ''tētahi'' „ákveðinn, nokkur“. Fleirtala ábendingaragna sem byrja á ''t'' er mynduð með því að sleppa ''t''-inu: ''tēnei'' „þetta“ : ''ēnei'' „þessi“.
 
Óákveðni greinirinn ''he'' kemur yfirleitt á undan liðnum sem hann á við. Hann gefur engar upplýsingar um [[tala (málfræði)|tölu]].
 
{| class="wikitable"
|''He tāne''
|Maður
|Nokkrir menn
|-
|''He kōtiro''
|Stelpa
|Nokkrar stelpur
|-
|''He kāinga''
|Þorp
|Nokkur þorp
|-
|''He āporo''
|Epli
|Nokkur epli
|}
 
Persónugreinirinn ''a'' er notaður með öllum [[sérnafn|sérnöfnum]]. Sérnöfn taka yfirleitt ekki með sér ákveðinn eða óákveðinn greinir nema hann sé ósundurliðanlegur hluti af nafninu.
 
{| class="wikitable"
|''Kei hea, a Pita?''
|Hvar er Pétur?
|-
|''Kei Ākarana, a Pita.''
|Pétur er í Auckland.
|-
|''Kei hea, a Te Rauparaha?''
|Hvar er Te Rauparaha?
|-
|''Kei tōku kāinga, a Te Rauparaha.''
|Te Rauparaha er heima hjá mér.
|}