„Halldór Laxness“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 213.190.119.21 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Stillbusy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Hann byrjaði snemma að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] undir nafninu ''H.G''. Ekki löngu síðar birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og var sú grein um gamla klukku.
 
Á ferli sínum skrifaði Halldór 55skáldsögur, bækursmásögur, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit, ogþýddi fleira.bækur Tilyfir á sjáíslensku þauog rit sem hann gaf út erfleira. hægtHalldór hlaut skoða[[Nóbelsverðlaun bókalistanní hérbókmenntum]] árið neðan[[1955]].
 
Halldór hlaut [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum]] árið [[1955]]. Hann var tvíkvæntur og eignaðist fjögur börn.
 
Frá árinu [[1945]] átti Halldór fast heimili á [[Gljúfrasteinn|Gljúfrasteini]] í Mosfellssveit. Að frumkvæði [[Davíð Oddsson|Davíðs Oddsonar]], [[forsætisráðherra]], keypti [[ríkissjóður]] Gljúfrastein af [[Auður Laxness|Auði Laxness]], ekkju Halldórs, og opnaði þar safn til minningar um skáldið haustið [[2004]]. Auður gaf safninu innbú þeirra hjóna.
Lína 15 ⟶ 13:
== Ævi ==
[[Mynd:Laxness portrett einar hakonarson 1984.jpg|thumb|250px|Málverk af Halldóri Laxness eftir [[Einar Hákonarson]] frá 1984]]
Halldór var elstur í þriggja systkina hópi, en yngri voru systur hans, Sigríður (28. apríl 1909 - 18. ágúst 1966<ref>[http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113233&pageId=1377723 Morgunblaðið, 25. ágúst 1966]</ref>) og Helga (5. maí 1912 - 15. janúar 1992<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/81564/ Morgunblaðið, 23. janúar 1992]</ref>). Foreldrar Halldórs voru Guðjón Helgi Helgason (23. október 1870 - 19. júní 1919) og Sigríður Halldórsdóttir (27. október 1872 - 17. september 1951)<ref>[http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2965583 DV, 14. febrúar 1998]</ref>. Guðjón var af fátækum ættum og vann meðal annars í vegavinnu um allt Ísland og fékk fyrir það þokkaleg laun. Sigríður móðir Halldórs var ættuð frá [[Ölfus]]i, hún fluttist ung til [[Reykjavík|Reykjavíkur]] þar sem hún og Guðjón kynntust svo síðar.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 7–14.</ref>
 
Árið 1905 seldi Guðjón húsið sitt í Reykjavík og keypti jörðina Laxnes í Mosfellsdal sem er 20 kílómetrum frá Reykjavík. Þangað fluttist Halldór með foreldrum sínum og móðurömmu, Guðnýju Klængsdóttur (18. febrúar 1832 - 21. mars 1924<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5631093 Fréttabréf ættfræðifélagsins í maí 2002] </ref>), ásamt vinnukonu og vinnumanni. Oftast var þó fleira fólk í Laxnesi, bæði gestir og vinnu- og kaupafólk, og þar var alltaf nóg að gera. Halldóri fannst það gæfa hans að hafa fengið að reyna, að búa á stóru sveitaheimili og svo virðist sem hann hafi alist upp við góðar aðstæður í Laxnesi.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 17–19.</ref>{{tilvitnun2|Halldór segir í bréfi til Stefáns Einarssonar að samkomulag á heimilinu hafi ávallt verið gott og í minningasögunni Í túninu heima segir hann: „á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.|Halldór Guðmundsson (2004): 19.}}
 
Halldór Guðjónsson byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann gaf út fyrstu bók sína, ''[[Barn náttúrunnar]]'', 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á [[Landsbókasafnið|Landsbókasafninu]] að skrifa en að mæta í skólann. ''Barn náttúrunnar'' gaf glöggum bókarýnum fyrirheit um það sem koma skyldi.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75–130.</ref>
 
Þegar Halldór var ungur maður fór hann að ferðast og dvaldi meðal annars í [[Bandaríkin|Vesturheimi]] á árunum 1927–1929,. hannHann var í [[klaustur|klaustri]] í [[Lúxemborg]] frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann [[kaþólsk trú|kaþólska trú]] og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): af myndasíðum á milli bls. 64–65.</ref>
 
Frumburð sinn, Maríu (10. apríl 1923 - 19. mars 2016<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1590820/ Morgunblaðið, 31. mars 2016]</ref>), eignaðist Halldór með Málfríði Jónsdóttur (29. ágúst 1896 - 7. nóvember 2003<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/763374/ Morgunblaðið, 13. nóvember 2003]</ref>) sem hann hafði kynnst sumarið 1922 í [[Rønne|Rönne]] á [[Borgundarhólmur|Borgundarhólmi]]; þau giftust samt ekki. Í lok ævi sinnar var Málfríður [[Listi yfir elstu manneskjur á Íslandi|elsti lifandi Íslendingurinn]].
 
Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur (3. maí 1908 - 22. janúar 1994<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/123789/ Morgunblaðið, 2. febrúar 1994]</ref>) og með henni átti hann soninn Einar (9. ágúst 1931 - 23. maí 2016<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/25/andlat_einar_laxness/ Morgunblaðið, 25. maí 2016]</ref>). Þau slitu samvistir 1940. Seinni konu sinniHalldór kynntist Halldórseinni ákonu [[Laugarvatn|Laugarvatni]]sinni, 1939; hún hét AuðurAuði SveinsdóttirSveinsdóttur (30. júní 1918 - 29. október 2012<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/30/audur_sveinsdottir_laxness_latin/ Morgunblaðið, 30. október 2012]</ref>), á [[Laugarvatn|Laugarvatni]] 1939. Samkvæmt frásögn ævisöguritara Halldórs Laxness, [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], vildi Halldór fara rólega í sakirnar, og fyrstu árin eftir að þau byrjuðu að vera saman þurfti Auður að bíða þolinmóð eftir honum.<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 439–440.</ref> Halldór Guðmundsson segir svo frá að Auður hafi verið tilbúin til þess að færa fórnir fyrir Halldór og hún getað létt áhyggjum af skáldinu, hún var konan sem Halldór dreymdi um.<ref>Halldór Guðmundsson. Halldór Laxness, ævisaga, bls. 501.</ref> Auður og Halldór giftu sig hjá [[borgarfógeti|borgarfógeta]] 24. desember 1945. Þau fluttu að [[Gljúfrasteinn|Gljúfrasteini]] árið 1945 en það hús létu hjónin byggja. Það var draumur Halldórs að eignast heimili á sínum bernskuslóðum og þau fengu arkitektinn [[Ágúst Pálsson]] ([[:en:Ágúst Pálsson|en]]) til þess að teikna húsið<ref>https://en.wikipedia.org/wiki/Ágúst_Pálsson</ref>. Auður sá að mestu um að fylgjast með húsasmíðunum á meðan Halldór einbeitti sér að skrifum.<ref>Ólafur Ragnarsson (2007). 72–75.</ref> Halldór og Auður eignuðust tvær dætur þær- Sigríði (*26. maí 1951) og Guðnýju sem er þremur árum yngri (*23. janúar 1954).<ref>Halldór Guðmundsson (2004): 557–578.</ref>
 
== Viðurkenning ==
Lína 41 ⟶ 39:
 
== Deilur um ævisögu Laxness ==
[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], [[prófessor]] sagði frá því opinberlega sumarið [[2003]], að hann væri að skrifa [[ævisaga|ævisögu]] Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á [[handrit]]adeild [[Þjóðarbókhlaðan|Þjóðarbókhlöðunnar]] og tókst það.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/09/27/skriflegt_leyfi_tharf_til_ad_skoda_skjol_halldors_l/ Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni] Morgunblaðið</ref> Ástæðan var sú að hún taldi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar, ''Halldór'' kom út gagnrýndu [[Helga Kress]], prófessor, og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda.<ref>[http://notendur.hi.is/helga/Skjol/Eftir%20hvern.pdf „Eftir hvern“; Helga Kress tók saman]</ref> Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.
 
Haustið [[2004]] höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á [[íslensk höfundalög|lögum um höfundarrétt]]. Hannes var sýknaður í [[Héraðsdómur Reykjavíkur|Héraðsdómi Reykjavíkur]] [[2006]] en málinu var áfrýjað til [[Hæstiréttur|Hæstaréttar]] og þar var Hannes dæmdur árið [[2008]] fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Laxness. Var honum gert að greiða 1,5 milljónir króna í fébætur og 1,6 milljónir í málskostnað.
 
Auður Laxness og fjölskylda hennar hefur lagt blessun sína yfir ævisögu skáldsins, sem rituð var af [[Halldór Guðmundsson|Halldóri Guðmundssyni]], rithöfundi, og veitti honum góðfúslega aðgang að bréfasafni og gögnum, sem voru í vörslu fjölskyldunnar.
 
== Meint afskipti íslenskra ráðamanna af útgáfu rita Laxness í Bandaríkjununm ==
[[Guðný Halldórsdóttir]], [[leikstjóri]] og dóttir skáldsins, sagði í [[Kastljós (dægurmálaþáttur)|Kastljósþætti]] [[RÚV|sjónvarpsins]] [[18. mars]] [[2007]] að [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]], þáverandi [[forsætisráðherra]], hefði lagt stein í götu föður síns sem varð til þess að honum reyndist illmögulegt að gefa út bækur sínar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
 
== Verk ==