Munur á milli breytinga „Svartidauði á Íslandi“

Tek aftur breytingu 1559739 frá 194.144.226.42 (spjall)
(villur út um allt)
(Tek aftur breytingu 1559739 frá 194.144.226.42 (spjall))
'''[[Svartidauði]]''' var mjög skæð [[farsótt]], sem talin er hafa borist til [[Íslands]] [[vor]]ið [[1402]]. Hálfri öld fyrr, á árunum [[1348]] – [[1350]], hafði pestin gengið um alla Evrópu en barst þó ekki til Íslands, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til landsins þau tvö ár sem hún geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis þessi ár og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki [[messuvín]].
 
Svartidauði var viðloðandi í Evrópu næstu aldir þótt hann yrði ekki aftur að viðlíka farsótt. Líklega barst hann til Íslands með farmanninum ''Hval-Einari Herjólfssyni'', sem tók land í [[Maríuhöfn á Hálsnesi]] í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]]. Hann sigldi líklega frá [[England]]i, en þar er vitað af veikinni árið [[1401]]. Þangað kom ''Óli Svarthöfðason prestur'' í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til [[Skálholt]]s til greftrunar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið.og svo léku sér allir með hauskúpur og bein fram að aldarmótum 2000.
 
Í Árbókum [[Jón Espólín|Espólíns]] segir: „Þar kom út í klæði — að því er sumir sögðu — svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða. Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu“.
Óskráður notandi