„Mír (geimstöð)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{skáletrað|Mir|(geimstöð)}} thumb|''Mír'' séð úr [[Endeavour (geimskutla)|geimskutlunni ''Endeavour'' ári...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. maí 2017 kl. 13:08

Mír (rússneska: Мир, bókstaflega „friður“ eða „heimur“) var geimstöð á lágri sporbraut frá 1986 til 2001 sem starfrækt var af Sovétríkjunum og seinna Rússlandi. Mír var fyrsta einingageimstöðin og var sett saman á árunum 1986 til 1996. Það var þyngsta geimfar sögunnar á sínum tíma. Mír var jafnframt stærsti gervihnöttur á sporbraut umhverfis Jörðina þangað til Alþjóðlega geimstöðin var tekin í notkun og sporbraut hennar braut niður. Um borð í Mír var rannsóknastofa þar sem áhöfnin gerði tilraunir í líffræði, líffræði mannsins, eðlisfræði, stjörnufræði og veðurfræði. Tilgangur geimstöðvarinnar var að þróa þá tækni sem þarf til að koma varanlegri geimsstarfsemi á laggirnar.

Mír séð úr geimskutlunni Endeavour árið 1998

Mír var fyrsta langtímarannsóknastöð á sporbraut um Jörðina sem var alltaf mönnuð. Metinu fyrir lengstu órofna dvöl í geimi var náð í Mír en það var 3.644 dagar þangað til nýju meti var náð í Alþjóðlegu geimstöðinni þann 23. október 2010. Lengsta geimflug sögunnar var í Mír þar sem Valerí Poljakov eyddi 437 dögum og 18 klukkutímum frá 1994 til 1995. Áhöfn var í Mír í tólf og hálft ár af fimmtán ára lífstíma hennar. Um borð í Mir var aðstaða fyrir tvo til þrjá einstaklinga til langtímadvalar eða fleiri í stuttri heimsókn.

Mír var næsta geimstöðvarverkefni Sovétríkjanna eftir Soljut-áætlunina. Fyrstu einingu Mír, svokölluðu kjarnaeiningunni, var skotið upp á loft árið 1986 en henni fylgdu sex einingar til viðbótar. Proton-geimflaug voru notuð til að skjóta öllum einingunum upp nema tengieiningunni sem bandarísk geimskutla setti upp árið 1995. Þegar geimstöðinni var lokið stóð hún saman af sjö loftþrýstum einingum og nokkrum óloftþrýstum. Geimstöðin var knúin af nokkrum sólarsellum sem festar voru beint við einingarnar. Mír var á sporbraut á milli 296km og 421km fyrir ofan Jörðina. Meðalhraði hennar var 27.700 km/klst. og lauk hún 15,7 sporbrautum umhverfis Jörðina á hverjum degi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.