„Vatn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um vökva. Til að sjá aðrar merkingar orðsins má sjá [[Vatn (aðgreining)|aðgreiningarsíðu orðsins vatns]].''
{{Efnasamband
[[Mynd:Water drops.jpg|thumb|Vatn að renna úr [[krani|krana]].]]
|mynd=H2O_(water_molecule).jpg
|myndartexti=Vatnssameind
|cas=7732-18-5
|formúla=H<sub>2</sub>O
|útlit=Glær vökvi
|eðlismassi=1,0 · 10<sup>3</sup>
|bræðslumark=0
|suðumark=100
}}
 
'''Vatn''' er [[lykt]]ar-, [[bragð]]- og nær [[litur|litlaus]] [[vökvi]] sem er lífsnauðsynlegur öllum þekktum [[lífvera|lífverum]]. [[Vatnssameind]]in er samansett úr tveimur [[vetni]]sfrumeindum og einni [[súrefni]]sfrumeind og hefur því [[efnaformúla|efnaformúluna]] H<sub>2</sub>O. Það eru 1,4 milljarðar [[km]]³ vatns á [[Jörðin]]ni sem þekja 71% af [[yfirborð]]i hennar.
 
== Efnafasar ==
[[Mynd:Water drops.jpg|thumb|Vatn að renna úr [[krani|krana]].]]
Vatn er fljótandi við [[stofuhiti|stofuhita]]. Það frýs við [[frostmark|0&nbsp;°C]] og [[suðumark]] þess er 100&nbsp;°C við einnar [[loftþyngd]]ar [[þrýstingur|þrýsting]]. [[Eðlismassi]] vatns er háður [[hitastig]]i þess og er hann mestur þegar hitastig þess er 4&nbsp;°C. Heitara vatn flýtur ofan á kaldara vatni, nema að hitastigið sé undir 4&nbsp;°C, en þá flýtur kaldara vatn ofan á heitara. Þetta leiðir til þess að ísmyndun á sér stað við yfirborðið þegar vatn frýs. [[Ís]] er svo allmiklu eðlisléttari en vatn, þannig að hann flýtur ofan á. Vatn getur orðið [[undirkæling|undirkælt]], það er að segja það getur haft hitastig undir frostmarki án þess að frjósa, en þá myndast stundum ís við [[botn]]inn án þess að fljóta upp og kallast það [[botnstingull]].