„Kóralrif“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|250px|Fjölbreyttar dýrategundir við kóralrrif '''Kóralrif''' er fjölbreytt sjávarvistkerfi bundið saman af kalsíumkarbónati...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Blue_Linckia_Starfish.JPG|thumb|250px|Fjölbreyttar dýrategundir við kóralrrif]]
 
'''Kóralrif''' (eða '''kórallarif''') er fjölbreytt sjávar[[vistkerfi]] bundið saman af [[kalsíumkarbónat]]i sem [[kórall|kórallar]] gefa frá sér. Flest kóralrif eru byggð úr [[steinkórall|steinkóröllum]] sem samanstanda af mörgum [[sepi|sepum]] (e. ''polyps''). Frumur í húðþekju steinkóralla seyta kalsíumkarbónati sem myndar undirlag sem separnir standa á auk þess að vera stoðgrind dýranna og vörn þeirra. Flestar kóraltegundir lifa í [[sambýli]] sem gerir það að verkum að kóralrif byggist smám saman upp en það getur tekið nokkur þúsund ár fyrir eitt kóralrif að myndast.<ref name="visindavefur">{{vísindavefsheimild|3004|Hvernig verða kórallar til?|2017|15. maí}}</ref>
 
Margir mismunandi tegundir kóralla má finna í einu kóralrifi en hver tegund gegnir sérhæfðu hlutverki í byggingu rifsins.<ref name="visindavefur" /> Kóralrif geta myndast á mismunandi sjávardýpi en ná sjaldan upp úr vatninu. Kóralrif hýsa mjög fjölbreytilegan hóp sjávardýra. Kóralrif þekja minna en 0,1% af yfirborði heimsins en 25% allra sjávardýrategunda lifa í eða við þau, þar á meðal [[fiskur|fiskar]], [[lindýr]], [[ormur|ormar]], [[krabbadýr]], [[skrápdýr]], [[svampdýr]], [[möttuldýr]] og [[holdýr]]. Kóralrif geta blómstrað þótt lítið sé um [[næringarefni]] í vatninu í kringum þau.