„Evrópa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ekkert
HakanIST (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 157.157.99.17 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Lína 1:
{{aðgreiningartengill}}
[[Mynd:Europe (orthographic projection).svg|thumb|Myndin sýnir staðsetningu Evrópu]]
'''Evrópa''' eða '''Norðurálfa''' er ein af sjö [[heimsálfa|heimsálfum]] [[jörðin|jarðarinnar]], í þessu tilviki mætti frekar kalla álfuna [[menningarsvæði]] heldur en ákveðna staðháttafræðilega heild, sem leiðir til ágreinings um [[landamæri]] álfunnar. Evrópa er, sem heimsálfa, staðsett á miklum skaga úr [[Asía|Asíu]] ([[Evrópuskagi|Evrópuskaganum]]), og myndar með henni [[Evrasía|Evrasíu]].
 
[[Landamæri]] Evrópu eru náttúruleg að mestu leyti. Þau liggja um [[Norður-Íshaf]] í norðri, [[Atlantshaf]] í vestri (að [[Ísland]]i meðtöldu), um [[Miðjarðarhaf]], [[Dardanellasund]] og [[Bospórussund]] í suðri og eru svo yfirleitt talin liggja um [[Úralfjöll]] í austri. Flestir telja [[Kákasusfjöll]] einnig afmarka Evrópu í suðri og [[Kaspíahaf]] í suðaustri.
 
Evrópa er næstminnsta heimsálfan að [[flatarmál]]i, en hún er um 10.180.000 [[ferkílómetrar]] eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir [[Asía|Asíu]] og [[Afríka|Afríku]]. Í henni búa fleiri en 740.000.000 manna (2011). Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins.
 
[[Evrópusambandið]] (ESB) er stærsta stjórnmálalega og efnahagslega eining álfunnar en því tilheyra 27 [[aðildarríki]]. Næststærsta einingin er [[Rússland]].
 
== Orðsifjar ==
[[Mynd:Moreau, Europa and the Bull.jpg|thumb|left|''Evrópa og nautið'' eftir [[Gustave Moreau]], 1869 ]]
Í [[grísk goðafræði|grískri goðafræði]] var [[Evrópa (gyðja)|Evrópa]] afburða fögur [[fönikía|fönikísk]] prinsessa. [[Seifur]] brá sér í nautslíki og nam hana á brott til [[Krít (eyja)|Krítar]], þar sem hún fæddi [[Mínos]] en hann var að hluta maður og að hluta naut. Í huga [[Hómer]]s var ''Evrópa'' (Gríska: Ευρωπη) hin goðsagnalega drottning Krítar en ekki landfræðilegt hugtak. Seinna stóð ''Evrópa'' fyrir meginland [[Grikkland]]s og um árið 500 f.Kr. var merking orðsins orðin víðari og átti nú einnig við um landsvæðið fyrir norðan.
 
Gríska hugtakið ''Evrópa'' er komið úr grísku orðunum ''eurys'' (breiður) og ''ops'' (andlit), þar sem „breiður“ er líking við móður jörð í hinum endurreistu forn-indóevrópsku trúarbrögðum. Sumir telja hins vegar að merking hugtaksins hafi afmyndast á þann hátt að það hafi komið úr [[semítar|semitísku]] orði eins og hinu [[mesópótamía|akkadíska]] ''erebu'' sem þýðir „sólarlag“. Frá [[Mið-Austurlönd]]um séð sest sólin yfir Evrópu, í vestri. Eins telja margir orðið ''Asía'' hafa öðlast merkingu sína úr semitísku orði eins og hinu akkadíska ''asu'', sem þýðir sólarupprás, en Asía er einmitt í austri frá Mið-Austurlöndum.
 
Meirihluti tungumála heimsins nota orð skyld „Europa“ um heimsálfuna — aðalundantekningin er hið [[kína|kínverska]] 欧洲 (Ōuzhōu) en uppruni þess er óljós.
 
== Saga ==
{{Aðalgrein|Saga Evrópu}}
Uppruni [[Vestræn menning|vestrænnar menningar]], [[lýðræði]]s og [[einstaklingshyggja|einstaklingshyggju]] er oft rakinn til [[Forn-Grikkland]]s. Aðrir áhrifavaldar, til dæmis [[kristni]], hafa eflaust einnig haft áhrif á vestræn gildi eins og [[jafnrétti]]sstefnu og [[réttarríkið]].
[[Rómaveldi|erska stórveldisins]] gekk langt breytingaskeið yfir Evrópu með [[þjóðflutningarnir|þjóðflutningunum]]. Það skeið er þekkt sem [[miðaldir]]nar eða „hinar myrku miðaldir“ eins og þær voru gjarnan kallaðar á endurreisnartímanum enda litu menn á þær sem hnignunarskeið. Afskekkt [[klaustur]]samfélög á [[Írland]]i og víðar vernduðu og skráðu skrifaða þekkingu sem áður hafði safnast saman.
 
Eftir fall [[Rómaveldi|erskarómverska stórveldisins]] gekk langt breytingaskeið yfir Evrópu með [[þjóðflutningarnir|þjóðflutningunum]]. Það skeið er þekkt sem [[miðaldir]]nar eða „hinar myrku miðaldir“ eins og þær voru gjarnan kallaðar á endurreisnartímanum enda litu menn á þær sem hnignunarskeið. Afskekkt [[klaustur]]samfélög á [[Írland]]i og víðar vernduðu og skráðu skrifaða þekkingu sem áður hafði safnast saman.
 
Undir lok [[8. öld|8. aldar]] var [[Hið heilaga rómverska ríki]] stofnað sem eins konar arftaki Vest-rómverska ríkisins en var í raun laustengt samband ýmissa smáríkja í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Austurhluti rómaveldisins varð [[Austrómverska ríkið]], með [[Konstantínópel]] (Býzantíon, síðar [[Istanbúl]]) sem höfuðborg. Árið [[1453]], þegar [[Ottómanveldið]] yfirtók Konstantínópel, riðaði Austrómverska ríkið til falls.