„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ah3kal (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 82.112.90.11 (spjall), breytt til síðustu útgáfu AlexanderGunnar
Lína 68:
Þá hófst umfangsmikið landnám [[Bretland|Breta]] á austurströndinni. Landnemarnir voru að mestu látnir afskiptalausir af móðurlandinu fyrst um sinn eða fram að sigri Breta í [[Frakka- og indíánastríðið|Frakka- og indíánastríðinu]] en niðurstaða þess varð sú, að [[Frakkland|Frakkar]] gáfu eftir [[Kanada]] og svæðið í kringum [[Vötnin miklu]]. Þá fóru Bretar að innheimta skatta af 13 nýlendum sínum vestanhafs. Þetta þótti mörgum íbúum nýlendnanna ósanngjarnt þar sem þeim var neitað um að hafa málsvara í [[Breska þingið|breska þinginu]]. Spennan á milli Breta og landnemanna jókst þangað til að út braust stríð, [[Frelsisstríð Bandaríkjanna]], sem stóð frá 1776 til 1783.
 
negri
=== Frá sjálfstæðisbaráttu til borgarastríðs ===
[[Mynd:Gilbert_Stuart_Williamstown_Portrait_of_George_Washington.jpg|thumb|right|[[George Washington]], fyrsti [[forseti Bandaríkjanna]].]]
Árið 1776 klufu hinar þrettán nýlendur sig frá Bretlandi og stofnuðu Bandaríkin, fyrsta [[sambandslýðveldi]] heimsins, með útgáfu [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna]]. Upphaflega var um að ræða laustengt bandalag sjálfstæðra ríkja. Miklar deilur spruttu á milli þeirra sem vildu halda því þannig og þeirra sem vildu sjá sterkari alríkisstjórn. Hinir síðarnefndu höfðu sigur með [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] sem tók gildi árið 1789.
 
Mikill skortur á vinnuafli háði hinu nýja landi frá upphafi og víða nýttu menn sér [[þrælahald]] innfluttra [[Afríka|Afríkubúa]] sem ódýrt vinnuafl, sérstaklega í suðurríkjunum. Um miðja 19. öld hafði myndast djúp gjá á milli norðurs og suðurs hvað varðaði réttindi ríkja og útvíkkun þrælahalds. Norðurríkin voru mótfallin þrælahaldi en suðurríkin álitu það nauðsynlegt og vildu taka það upp á þeim svæðum sem ekki tilheyrðu neinu ríki enn. Ágreiningurinn leiddi að lokum til þess að sjö suðurríki sögðu sig úr Bandaríkjunum og stofnuðu [[Sambandsríki Ameríku]]. Þau ríki sem eftir voru innan Bandaríkjanna gátu ekki sætt sig við það og [[borgarastyrjöld]], hið svokallaða [[Bandaríska borgarastríðið|Þrælastríð]], braust út. Fjögur ríki til viðbótar gengu til liðs við Suðurríkin eftir að stríðið hófst. Meðan á því stóð gaf [[Abraham Lincoln]] út yfirlýsingu þess efnis að gefa skyldi öllum þrælum í Suðurríkjunum frelsi en því var ekki að fullu hrint í framkvæmd fyrr en eftir sigur norðanmanna 1865, upplausn Suðurríkjasambandsins og gildistöku þrettánda viðauka stjórnarskrárinnar. Borgarastríðið útkljáði þá spurningu hvort einstökum ríkjum væri heimilt að segja sig úr Bandaríkjunum og er það einnig álitið vera sá punktur í sögunni þar sem völd alríkisstjórnarinnar urðu víðtækari en völd fylkjanna.
 
=== Frá borgarastríði til nútímans ===