„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lagfæring
Lagfæring
Lína 1:
[[Mynd:Saudafell 4.jpg|thumb|right|Sauðafell í Dölum.]]
'''Sauðafell''' er bær í [[Miðdalir|Miðdölum]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í [[Landnámabók|Landnámu]], kemur við sögu í [[Sturlunga|Sturlungu]] og var einnig sögusvið atburða á [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptatímanum.]] Sauðafell telst landnámsjörð, því að [[Erpur Meldúnsson]], [[leysingi]] [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]], fékk Sauðafellslönd og bjó á Sauðafelli. Á 10. öld bjó þar að því er segir í [[Laxdæla saga|Laxdælu]] Þórólfur rauðnef, sem var hetja mikil. Þá er sagt að á Sauðafelli væri allra manna gisting, enda er bærinn í þjóðbraut. Seinna bjó Máni sonur [[Snorri goði|Snorra goða]] á Sauðafelli og síðan Ljótur sonur hans, en um 1200 keypti [[Sighvatur Sturluson]] jörðina og bjó þar og síðan [[Sturla Sighvatsson|Sturla]] sonur hans. Þekktasti atburðurinn sem tengist Sauðafelli er án efa [[Sauðafellsför]] í janúar [[1229]] og þau níðingsverk sem þá voru framin.<ref>Guðrún Nordal, 1998. Ethics and Action in Thirteenth-Century Iceland, Viking Collection 11 (Odense: Odense University Press), bl. 89–99; Jonathan Grove, 2008. ‘Skaldic verse-making in thirteenth-century Iceland: the case of the ''Sauðafellsferðarvísur''’, ''Viking and Medieval Scandinavia'' 4 (2008), 85-131</ref>
 
Sauðafell var löngum setið af stórbrotnum höfðingjum. Nafnkenndastur þeirra var Sturla Sighvatsson (1199-1238) og Hrafn Oddsson (1226-1289), hirðstjóri, sat einnig Sauðafell um skeið.
Lína 12:
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Hann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897.
 
Finnbogi Finnsson ( -1953) og Margrét Pálmadóttir (1866-1935), sem bjuggu þá á Svínhóli, keyptu Sauðafell 1918 og bjuggu þar til æviloka og hvíla í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Frá þeim Sauðafellshjónum er stækkandi ættbogi og barnabörn þeirra stóðu árið 2016 að útgáfu á ljóðum Margrétar, ''Ljóð Margrétar Pálmadóttur frá Sauðafelli'', Reykjavík 2016. Þar er eftirfarandi stöku að finna:
 
Mundu það helga og háa