„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbótartexti
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Hann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897.
 
Finnbogi Finnsson ( -1953) og Margrét Pálmadóttir (1866-1935), sem bjuggu þá á Svínhóli, keyptu Sauðafell 1918 og bjuggu þar bæði til æviloka og hvíla í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Frá þeim Sauðafellshjónum er stækkandi ættbogi og barnabörn þeirra stóðu árið 2016 að útgáfu á ljóðum Margrétar. Þar er eftirfarandi stöku að finna:
 
Mundu það helga og háa
því hjartanu veitir það frið.
Líttu á það auma og lága
og láttu það koma þér við.
 
Breskur loftvarnarbelgur, sem slitnað hafði frá Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni og hrakist til Íslands, náðist við Sauðafell í nóvember 1940.