„Fjarvídd“: Munur á milli breytinga

3 bætum bætt við ,  fyrir 5 árum
m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Tröppur teiknaðar í fjarvídd. '''Fjarvídd''' er í myndlist nálgun á framsetningu þrívíðra hluta á tvívíðan flöt sem...)
 
mEkkert breytingarágrip
 
[[Mynd:Staircase_perspective.jpg|thumb|right|Tröppur teiknaðar í fjarvídd.]]
'''Fjarvídd''' er í [[myndlist]] nálgun á framsetningu þrívíðra hluta á tvívíðantvívíðum flötfleti sem líkir eftir því sem augað sér. Einkenni á fjarvídd er að hlutir smækka hlutfallslega eftir því sem þeir eiga að virðast fjarlægari sjónarhorni flatarins og þeir verða fyrir styttingu, það er línur sem liggja frá sjónarhorni flatarins styttast hlutfallslega miðað við línur sem liggja þvert á sjónarhornið.
 
[[Fornaldarlist|List fornaldar]] notaðist við lárétt sjónarhorn, þar sem myndefninumyndformum var raðað eftir láréttum línum, og þematískt sjónarhorn, þar sem stærð myndefnisinsmyndanna fór eftir mikilvægi þessmyndefnisins. Kínverjar tóku að notast við [[samsíða sjónarhorn]] þegar á 2. öld. Listamenn fornaldar voru vel meðvitaðir um að hlutir sýndust smærri eftir því sem þeir fjarlægðust áhorfandann en sjaldgæft var að þeir kysu að nýta sér það. Á miðöldum var notast við samsíða sjónarhorn eða [[öfug fjarvídd|öfuga fjarvídd]].
 
Stærðfræðilegur grunnur fjarvíddar var lagður á [[Endurreisnin|Endurreisnartímanum]] af listamönnum og stærðfræðingum í [[Flórens]]. [[Filippo Brunelleschi]] varð fyrstur til að kynna þá aðferð að láta allar hallalínur koma saman á láréttri sjónlínu. Aðrir listamenn, eins og [[Paolo Uccello]], [[Masolino da Panicale]] og [[Donatello]], voru fljótir til að taka upp þessa aðferð. Með ritgerðinni ''[[Della pittura]]'' frá 1435 sýndi [[Leon Battista Alberti]] hvernig átti að beita fjarvídd og um 1474 skýrði [[Piero della Francesca]] fjarvídd út frá [[evklíðsk rúmfræði|evklíðskri rúmfræði]] í ritgerðinni ''[[De Prospectiva Pingendi]]''.
48.270

breytingar