„Írak“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
Írak á 58 km langa [[strönd|strandlengju]] í [[Umm Quasr]] við [[Persaflói|Persaflóa]]. Landið nær yfir vatnasvið Efrat og Tígris, norðvesturenda [[Sagrosfjöll|Sagrosfjalla]] og austurhluta [[Sýrlenska eyðimörkin|Sýrlensku eyðimerkurinnar]]. Stærstu ár landsins eru Efrat og Tígris sem renna út í [[Shatt al-Arab]] sem rennur í Persaflóa. Vegna ánna er mikið ræktarland í Írak.
 
Landið milli ánna Efrat og Tígris var í fornöld kallað [[Mesópótamía]]. Það er stærstur hluti [[frjósami hálfmáninn|frjósama hálfmánans]] og er talið með [[vagga siðmenningar|vöggum siðmenningar]]. Það var á þessu svæði sem notkun [[ritmál]]s með rituðum [[lög]]um, og [[borg]]arlíf með skipulögðu [[stjórnarfar]]i hófust. Nafnið Írak er dregið af fornaldarborginni [[Úrúk]] í [[Súmer]]. Mikill fjöldi menningarsamfélaga kom upp á þessu svæði í fornöld, eins og [[Akkad]], Súmer, [[Assýría]] og [[Babýlon]]. Mesópótamía var auk þess á ýmsum tímum hluti af stærri heimsveldum eins og [[Medaveldi]], [[Selevkídaríkið|Selevkídaríkinu]], [[Parþaveldi]], [[Sassanídaríkið|Sassanídaríkinu]], [[Rómaveldi]], veldikalífadæmum [[RasídarRasídunveldið|RasídaRasíduna]], [[Úmajadar|Úmajada]] og [[Abbasídar|Abbasída]], [[Mongólaveldið|Mongólaveldinu]], [[Safavídaríkið|Safavídaríkinu]], ríki [[Afsjarídar|Afsjarída]] og að lokum [[Tyrkjaveldi]].
 
Þegar Tyrkjaveldi var skipt upp eftir [[Fyrri heimsstyrjöld]] voru núverandi landamæri Íraks ákvörðuð af [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalaginu]]. Á millistríðsárunum var Írak í umsjá [[Bretland]]s í umboði Þjóðabandalagsins. Konungsríki var komið á fót árið 1921 og það hlaut sjálfstæði [[3. október]] [[1932]]. Árið 1958 var konunginum steypt af stóli og stofnað lýðveldi. [[Ba'ath-flokkurinn]] ríkti í Írak frá 1968 til 2003. Á árunum 1980-88 geisaði [[Stríð Íraks og Írans|stríð á milli Íraks og Írans]]. [[Persaflóastríðið]] var háð 1991 eftir að Írak hafði ráðist á [[Kúveit]]. Í kjölfar [[Íraksstríðið|innrásarinnar í mars 2003]] sem leidd var af [[Bandaríkin|Bandaríkjamönnum]] og [[Bretland|Bretum]] hrökklaðist Ba'ath-flokkurinn og leiðtogi hans [[Saddam Hussein]] frá völdum og fjölflokkakerfi var tekið upp. Bandaríkjamenn drógu herlið sitt frá Írak árið 2011 en [[Írakskreppan]] hélt áfram og blandaðist inn í [[Borgarastyrjöldin í Sýrlandi|Borgarastyrjöldina í Sýrlandi]].