Munur á milli breytinga „Kínamúrinn“

Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
Árið [[211 f.Kr.]] var Kína skipt niður í furstadæmi, en með því hófust gegndarlausar skærur um yfirráð þeirra og margir furstar létu byggja leir- og moldarveggi til að vernda sig og sína. Bardagarnir héldu áfram þar til árið [[211]] e.Kr., að [[Chin-ættin]] sem var undir forystu Zheng, náði völdum á öllum furstadæmunumm og sameinaði þau saman í eitt furstadæmi sem nú er [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]].
 
Í kjölfar sameiningarinnar breytti hann nafni sínu og tók upp nafnið [[Shi Huangdi Tí]] eða „hinn fyrsti einvaldi keisari“. Til þess að Kína yrði eitt ríki lét hann auk þess samræma letur og mælieiningar og setti furstadæmunum fyrrverandi sömu staðla í einu og öllu. Enn fremur lét hann rífa niður og eyða flestum öðrum múrum á milli furstadæmanna svo landið yrði ein órofa heild. Nágrannar Kína voru [[Mongólar]] en þeir voru svarnir óvinir Kínverja og réðust inn í landið hvenær sem tækifæri gafst til. Til þess að verjast þeim sameinaði og styrkti Shi Huangdi hluta af ytri múrum hinna gömlu furstadæma, lengdi þá og reistibyggði nýja.
 
Stuttu eftir valdatökuna lét hann hefja byggingu múrsins, en hann varð allt í allt 3700 km á einungis átta árum. Byggingarhraðinn samsvaraði því að byggður væri einn og hálfur kílómetri á dag. Þessi fyrsti múr var kallaður ''10.000 Li langveggurinn'' eða ''Stóri Mangol'' og var frumgerð Kínamúrsins. Til þess að halda þessum gífurlega byggingarhraða voru hundruð þúsund þræla notuð í verkið og enn fleiri sjálfseignarbændur fengnir til að aðstoða og þegar mest var er talið að um 20 milljónir manns hafi unið að því að byggja vegginn í einu. Enda er talið að tala þeirra sem létust við byggingu múrsins hlaupi á hundruðum þúsunda. Það er í raun rangnefni að kalla þetta einn múr því þetta voru margar raðir af múrum og sums staðar urðu þeir tvöfaldir.
Óskráður notandi