„Kínamúrinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Lýsing: leiðrétti innsláttarvillu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 9:
=== Chin-tímabilið ===
[[Mynd:Greatwall2.jpg|thumb|right|225px|Kínamúrinn að vetri til]]
Árið [[211 f.Kr.]] var Kína skipt niður í furstadæmi, en með því hófust gegndarlausar skærur um yfirráð þeirra og margir furstar létu byggja leir- og moldarveggi til að vernda sig og sína. Bardagarnir héldu áfram þar til árið [[211]] e.Kr., að [[Chin-ættin]], undir forystu Zheng, náði völdum yfirá öllum furstadæmunumm og sameinaði þau saman í eitt furstadæmi sem nú er [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]].
 
Í kjölfar sameiningarinnar breytti hann nafni sínu og tók upp nafnið [[Shi Huangdi Tí]] eða „hinn fyrsti einvaldi keisari“. Til þess að Kína yrði eitt ríki lét hann auk þess samræma letur og mælieiningar og setti furstadæmunum fyrrverandi sömu staðla í einu og öllu. Enn fremur lét hann rífa niður og eyða flestum öðrum múrum á milli furstadæmanna svo landið yrði ein órofa heild. Nágrannar Kína voru [[Mongólar]] en þeir voru svarnir óvinir Kínverja og réðust inn í landið hvenær sem tækifæri gafst til. Til þess að verjast þeim sameinaði og styrkti Shi Huangdi hluta af ytri múrum hinna gömlu furstadæma, lengdi þá og reisti nýja.