Munur á milli breytinga „Svarfaðardalur“

ekkert breytingarágrip
:Hann er öndvegi íslenskra dala.
 
Málarar hafa fundið sér myndefni í dalnum. [[Ásgrímur Jónsson]] málaði allmörg velþekkt olíuverk í Svarfaðardal og Skíðadal. Einnig eru til stór Svarfaðardalsmálverk eftir [[Freymóður Jóhannsson|Freymóð Jóhannsson]]. Einn þekktasti málari byggðarlagsins er [[Brimar Sigurjónsson]] (1928-1980). Fjölmargar mynda hans eru frá Dalvík og Svarfaðardal.
 
== Sagan ==
Samkvæmt [[Landnámabók|Landnámu]] er dalurinn kenndur við [[Þorsteinn svörfuður|Þorstein svörfuð]] sem bjó á [[Grund í Svarfaðardal|Grund]]. Hann var þó ekki sá fyrsti sem settist að í dalnum því [[Ljótólfur goði]] á [[Hof í Svarfaðardal|Hofi]] og menn hans voru komnir á undan honum. Svarfaðardalur er víða nefndur í fornum sögum og þar gerðust [[Svarfdæla saga]] og [[Valla-Ljóts saga]]. [[Þorleifs þáttur jarlaskálds]] og [[Hreiðars þáttur]] heimska fjalla einnig um Svarfdælinga. Í Svarfaðardal hafa fundist all mörg [[kuml]] frá heiðnum sið þar á meðal tveir kumlateigar með mörgum kumlum. Annar í Láginni á Dalvík og hinn á Arnarholti í landi [[Ytragarðshorn]]s. [[Guðmundur Arason]] hinn góði var prestur bæði að Völlum og Upsum áður en hann var kjörinn Hólabiskup og Svarfaðardalur kemur víða fyrir í sögu hans. Á Urðum bjuggu landskunnir höfðingjar, [[Þorsteinn EyjólssonEyjólfsson]] (d. 1402) lögmaður og hirðstjóri og síðan [[Arnfinnur Þorsteinsson]] sonur hans, riddari og hirðstjóri. Svarfaðardalur varð snemma þéttbýll eins og máltækið gamla "hér er setinn Svarfaðardalur" ber vitni um. Á miðöldum voru 68 lögbýli í dalnum og fjölmörg smærri býli (hjáleigur og kot).
 
Svarfaðardalur var allur einn hreppur fram í ársbyrjun 1946 en þá var honum skipt í [[Svarfaðardalshreppur|Svarfaðardalshrepp]] og [[Dalvíkurhreppur|Dalvíkurhrepp]]. Dalvík fékk kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Hrepparnir voru svo sameinaðir á ný ásamt með [[Árskógshreppur|Árskógshreppi]] þann 7. júní 1998 og mynda nú [[Dalvíkurbyggð]].
 
== Heimildir ==
* Árni Daníel Júlíusson 2016. Miðaldir í Skuggsjá Svarfaðardals. JPV útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands.
* Bjarni E. Guðleifsson 2011. Svarfaðardalsfjöll. Genginn fjallahringurinn umhverfis Svarfaðardal. Bókaútgáfan Hólar, 191 bls.
* {{tímaritsgrein|höfundur=Hjörtur Eldjárn Þórarinsson|grein=Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin|titill=Árbók Ferðafélags Íslands|árgangur=|tölublað=|ár=1973|blaðsíðutal=9-119}}
Óskráður notandi