„Rómverska öldungaráðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Marthjod (spjall | framlög)
Leiðrétti innsláttarvillu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
'''Rómverska öldungaráðið''' ([[latína]]: ''Senatus'') var aðal [[þing]] [[Rómaveldi]]s, bæði á [[Rómverska lýðveldið|lýðveldistímanum]] (sem hófst árið [[513 f. Kr.]]) og í [[Rómverska keisaradæmið|keisaradæminu]] (sem hætti að vera til á [[6. öld]]). Sagt var að öldungaráðið hefði verið stofnað af [[Rómúlus og Remus|Rómúlusi]], stofnenda [[Róm]]arborgar í [[Rómversk goðafræði|goðafræðinni]], sem ráðgjafarráð með 100 höfuðum fjölskyldna í borginni, svokölluðum ''patres'' (feðrum). Þegar lýðveldið komst á var fjöldi öldungaráðsmanna aukinn upp í 300. Skýr greinarmunur var gerður á öldungarráðsmönnum, eins og sjá má af slagorði Rómaveldis, [[SPQR]], þar sem S-ið stendur fyrir ''senetussenatus'' (öldungaráðið) en P-ið fyrir ''populus'' eða ''populusque'' (fólkið).
 
Þó svo að öldungaráðið hafi aldrei farið með [[löggjafarvald]] hafði það mikil áhrif í Rómaveldi. Það réð í ýmsar af helstu stöðum ríkisins og fór með mikið vald innan borgarinnar sjálfrar. Þar að auki var það öldungaráðið sem gat lýst yfir stríði. Líkt og önnur þing Rómverja fóru fundir þess alltaf fram í hofum. Vanalega var það [[Curia Hostilia]] en á nýársdag var fundað í hofi [[Júpíter (guð)|Júpíters Optimusar Maximus]] og fundir um málefni stríðs fóru fram í hofi [[Bellona]]. Trúarathafnir voru einnig nauðsynlegar áður en þingfundur gat átt sér stað.