Munur á milli breytinga „Guðmundur Friðjónsson“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
 
==Æviágrip==
Guðmundur fæddist að Silalæk í Aðaldal þar sem faðir hans, Friðjón Jónsson, var þá bóndi. Friðjón flutti síðar að Sandi og Guðmundur tók þar við búskap eftir föður sinn. Guðmundur gekk í [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] árin [[1891]]-[[1893]] og og var það eina menntun hans. Upp frá því gerðist hann bóndi og umsvifamikill rithöfundur og stóð oft styr um hann í blöðum og tímaritum landsins. Í mörg ár hafði hann þann sið að hann tók sig upp frá búi sínu og flutti fyrirlestra um ýmis þjóðmál, hugmyndir sínar og hugsjónir. Bróðir Guðmundar, [[Sigurjón Friðjónsson]], var einnig rithöfundur og skrifaði eins og bróðir hanns um mörg málefni sem ekki voru almennt í umræðunni og umdeild. Einn sonur Guðmundar, [[Þóroddur Guðmundsson]], var einnig rithöfundur og ritaði meðal annars ævisögu Guðmundar.
 
Fyrsta kvæðabók Guðmundar kom út árið [[1902]] og hét ''Úr heimahögum'', en áður hafði hann birt smásögur, ljóð og sagnaþætti í ''[[Eimreiðin (tímarit)|Eimreiðinni]]''. Næstu ár hélt Guðmundur uppteknum hætti, ritaði stutta þætti og sögur, orti kvæði og birti sumt af þessu hér og þar. Hann skrifaði ritgerðir um ýmis efni í blöð og tímarit. Árið [[1904]] gaf hann út safn af dýrasögum, ''Undir beru lofti'', (hann gaf svo út aðra bók með dýrasögum árið [[1938]]: ''Úti á víðavangi''). Árið [[1907]] kom út eina [[skáldsaga]] hans, ''Ólöf í Ási''. Sagan hlaut misjafna dóma, þótti klúr og jafnvel ósiðleg á köflum. Guðmundur skrifaði ekki lengri sögur enda mun hann hafa átt örðugt með að taka fyrir ritverk sem kröfðust langrar aðsetu.
41

breyting