„Hestur (Færeyjum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 30 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q208327
lagfæring
Lína 1:
[[Mynd:Detailed map hestur 2006.jpg|thumb|right|Kort af Hesti.]]
[[Mynd:Faroe stamp 374 hestur.jpg|thumb|right|Hestur. Talið er að nafnið sé komið af því að lögun eyjarinnar hafi þótt minna á liggjandi hest.]]
'''Hestur''' eða '''Hestoy''' er [[eyja]] í miðjum [[Færeyjar|Færeyjum]], sunnan og vestan við [[Straumey]] og norðan við [[Sandoy|Sandey]]. Hún er aflöng og mjó. Hún er hálendust nyrst og þar eru Eggjarók og Múlin, bæði 421 metrar, og fuglabjörg eru á vesturströnd eyjarinnar; þekktast þeirra er Álvastakkur. Fjögur lítil vötn eru á eynni og heitir það stærsta Fagradalsvatn.
 
Aðeins eitt þorp er á Hesti og er það samnefnt eynni. Það er á austurströnd eyjarinnar, andspænis [[Velbastaður|Velbastað]] á Straumey og ferjuhöfninni Gömlurætt. Þar voru 27 íbúar 1. janúar 2001 en voru 51 árið 2001. Áður fyrr bjuggu oft um 100 manns á eynni. Enginn skóli er nú starfræktur þar því ekkert barn er þar á skólaaldri. Hestur var áður sérstakt sveitarfélag en sameinaðist sveitarfélaginu [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] 1. janúar 2005.