„Sæmundur fróði Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 9:
Hann stóð að lögtöku [[tíund]]ar á Ísland á árunum 1096 til 1097 ásamt [[Gissur Ísleifsson|Gissuri Ísleifssyni]] biskupi og [[Markús Skeggjason|Markúsi Skeggjasyni]] lögsögumanni og að hans ráði settu biskuparnir [[Þorlákur Runólfsson]] og [[Ketill Þorsteinsson]] kristnirétt hinn eldri 1123.
 
Vegna lærdóms Sæmundar hefur það orð snemma farið af honum að hann væri [[galdrar|fjölkunnugur]] og hafa orðið til ýmsar þjóðsögur um galdrakunnáttu hans og viðskipti við [[Kölski|Kölska]]. Frægust þeirra er sagan af því þegar Sæmundur kom heim úr [[Svartiskóli|Svartaskóla]] og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í selslíki. Þá sögu má finna hjá William af Malmesbury í ''Gesta regum Anglorum'' en þar er söguhetjan Gerbert af Aurillac, seinna [[Sylvester 2.]] páfi eg a pafagauk
 
== Heimildir ==