Munur á milli breytinga „Hið konunglega norræna fornfræðafélag“

Kaflaskipting o.fl.
m (Bot: Flyt 4 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1201062)
(Kaflaskipting o.fl.)
'''Hið konunglega norræna fornfræðafélag''', eða '''Fornfræðafélagið''' (sem á [[Danska|dönsku]] heitir ''Det kongelige Nordiske Oldskriftselskab''), var stofnað [[28. janúar]] [[1825]], á afmælisdegi konungsins, [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðriks 6]]. Markmið félagsins var að gefa út íslenskar fornbókmenntir, og auka þekkingu á fornri sögu og menningu [[Norðurlönd|Norðurlanda]]. Félagið hét fyrst ''Hið norræna fornfræðafélag'', en varð ''konunglegt'' með konungsbréfi 9. maí [[1828]].
 
== Stofnun félagsins og fyrstu ár ==
Í undirbúningsnefnd um stofnun félagsins voru [[Carl Christian Rafn]], [[Gísli Brynjólfsson eldri]], [[Sveinbjörn Egilsson]] og [[Þorgeir Guðmundsson]]. Formaður fyrstu þrjú árin var [[Rasmus Kristján Rask]], með honum í stjórn voru m.a. Josef N. B. Abrahamson varaformaður og Carl Christian Rafn ritari. Í útgáfunefnd voru sömu menn og verið höfðu í undirbúningsnefndinni, en við fráfall Gísla Brynjólfssonar, 1827, tók [[Þorsteinn Helgason]] sæti í nefndinni. Árið 1828 gekk Rask úr stjórn; tók Abrahamson þá við formennsku og [[Finnur Magnússon]] við varaformennsku. Vann hann mikið fyrir félagið meðan kraftar hans entust (d. 1847).
 
Rafn var ritari félagsins meðan hans naut við. Hafði hann einstaka hæfileika til að vinna félaginu brautargengi, skrifaði þjóðhöfðingjum, aðalsmönnum og auðmönnum víðsvegar um Evrópu og fékk þá til að leggja fram fé til starfseminnar. Hann ávaxtaði þetta fé vel og varð félagið með tímanum stórauðugt. Ekki má gleyma framlagi einstaklinga. Þegar ''Fornmanna sögurnar'' komu út, gerðust um 1.000 Íslendingar áskrifendur, meðal þeirra fjöldi bænda og vinnufólks um allt land.
 
== Helstu útgáfurit til 1864 ==
Driffjöðrin í starfsemi félagsins fyrstu áratugina var Carl Christian Rafn. Gaf félagið út á þeim árum fjölda merkra rita og ritraða. Meðal þeirra má nefna:
 
* ''[[Antiqvitates Americanæ]]'' (1837). Ritstjóri: Carl Christian Rafn. Um ferðir norrænna manna til Ameríku fyrir daga [[Kristófer Kólumbus|Kólumbusar]].
* ''[[Supplement to the Antiqvitates Americanæ]]'' (1841). Ritstjóri: Carl Christian Rafn.
* ''[[Antiquités de l'Orient]]'' (1856). Ritstjóri: Carl Christian Rafn.
* ''[[Antiquités Russes]]'', 1-21–2 (1850–1852). Um ferðir norrænna manna í austurveg, þ.e. til Rússlands.
* ''[[Fornaldar sögur Norðurlanda]]'', 1-31–3 (1829-18301829–1830). Dönsk þýðing: ''Nordiske fortids sagaer'', 1-31–3 (1829-18301829–1830), þýðandi: Carl Christian Rafn.
* ''[[Fornmanna sögur]]'', 1-121–12 (1825-18371825–1837). Dönsk þýðing: ''Oldnordiske sagaer'', 1-121–12 (1826-18371826–1837). Latnesk þýðing: ''[[Scripta historica Islandorum]]'', 1-121–12 (1827-18461827–1846)
* ''[[Færeyinga saga]]'', með færeyskri og danskri þýðingu (1832). Með þýskri þýðingu (1833)
* ''[[Grönlands historiske Mindesmærker]]'', 1-31–3 (1838-18451838–1845). Finnur Magnússon vann manna mest að útgáfunni.
* ''[[Íslendinga sögur]]'', 1-21–2 (1829-18301829–1830).
* ''Íslendinga sögur'', 1-41–4 (1843-18891843–1889).
* ''[[Krákumál]]'' (1826). Útgefandi Carl Christian Rafn.
* ''[[Ledetraad til Nordisk Oldkyndighed]]'' (1836), eftir [[Christian Jürgensen Thomsen]]. Þýsk útgáfa (1837).
* Sveinbjörn Egilsson: ''[[Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis]]'' (1860)
* Eiríkur Jónsson: ''[[Oldnordisk Ordbog]]'' (1863)
 
== Helstu útgáfurit eftir 1864 ==
Eftir fráfall Carls Christians Rafns (1864) dró nokkuð úr útgáfustarfi félagsins. Af ritum sem síðan hafa komið út, má nefna:
 
* ''Breve fra og til Carl Christian Rafn, med en Biographi'' (1869). Útgefandi Benedikt Gröndal.
* ''Færeyinga saga'' (1927). Útgefandi Finnur Jónsson.
* ''[[Gísla saga Súrssonar]]'' (1929). Útgefandi Finnur Jónsson.
* ''[[Hauksbók]]'' (1892-18961892–1896). Útgefandi Finnur Jónsson.
* ''[[Konungs skuggsjá]]. [[Speculum regale]]'' (1921-19221921–1922). Útgefandi Finnur Jónsson
* ''Kongespejlet. Konungs skuggsjá. I dansk oversættelse ved Finnur Jónsson'' (1926).
* ''[[Landnámabók|Landnámabók Íslands]]'' (1925). Gefin út í tilefni af 100 ára afmæli Fornfræðafélagsins, 1825-19251825–1925. Útgefandi Finnur Jónsson.
* ''[[Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis]]'' (1913-19161913–1916). Endurskoðuð útgáfa á riti Sveinbjarnar Egilssonar frá 1860, unnin af Finni Jónssyni.
* ''[[Saga af Tristram ok Ísönd]], samt [[Möttuls saga]]'' (1878). Útgefandi Gísli Brynjúlfsson.
* ''[[Sturlunga saga]]'', 1-21–2 (1906-19111906–1911). Útgefandi [[Kristian Kaalund]].
* ''Sturlunga saga, i dansk oversættelse ved Kr. Kaalund'', 1-21–2 (1904)
 
== Síðustu áratugir ==
Digrir sjóðir Fornfræðafélagsins freistuðu danskra fornleifafræðinga, og fór svo að þeir yfirtóku félagið. Hefur það síðan lítið komið að útgáfu íslenskra fornrita.
 
Þjóðhöfðingi [[Danmörk|Danmerkur]] er forseti félagsins, nú drottningin, [[Margrét Þórhildur]].
 
== Heimildir ==
* Danska Wikipedian, 21. desember 2007.
* Böðvar Kvaran: ''Auðlegð Íslendinga'' (1995), bls. 300-306300–306 og 394-396394–396.
* Ýmis rit félagsins.