„Hafez al-Assad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Hafez al-Assad '''Hafez al-Assad''' (arabíska: حافظ الأسد‎ ''Ḥāfiẓ al-ʾAsad''; 6. október 1930 – [[10. júní]...
 
Skráin Hafez_al-Assad.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Daphne Lantier.
Lína 1:
[[Mynd:Hafez_al-Assad.jpg|thumb|right|Hafez al-Assad]]
'''Hafez al-Assad''' ([[arabíska]]: حافظ الأسد‎ ''Ḥāfiẓ al-ʾAsad''; [[6. október]] [[1930]] – [[10. júní]] [[2000]]) var [[Sýrland|sýrlenskur]] stjórnmálamaður, [[forsætisráðherra Sýrlands]] frá 1970 til 1971 og [[forseti Sýrlands]] frá 1971 til 2000. Hann tók þátt í [[valdaránið í Sýrlandi 1963|valdaráninu í Sýrlandi 1963]] sem kom [[Ba'ath-flokkurinn|Ba'ath-flokknum]] til valda í landinu og var eftir það gerður að yfirmanni [[Sýrlenski flugherinn|sýrlenska flughersins]]. Hann tók einnig þátt í [[valdaránið í Sýrlandi 1966|valdaráninu 1966]] þar sem borgaralegir forystumenn Ba'ath-flokksins voru hraktir frá völdum og herráð flokksins tók yfir undir forystu [[Salah Jadid]]. Assad var þá gerður að varnarmálaráðherra. Árið 1970 steypti Assad Jadid af stóli og árið 1971 skipaði hann sjálfan sig óskoraðan leiðtoga Sýrlands.