Munur á milli breytinga „Þjóðveldið“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 4 árum
 
=== Skipulag þingsins ===
Æðsta stofnun þingsins var [[lögrétta]], sem setti ný lög, fjallaði um mál og nefndi menn í [[fimmtardómur|fimmtardóm]], sem var eins konar yfirréttur, eftir að honum var komið á um [[1005]], en einnig störfuðu á þinginu fjórir [[fjórðungsdómur|fjórðungsdómar]], einn fyrir hvern landsfjórðung. Í henni sátu 48 goðar (eða [[goðorðsmaður|goðorðsmenn]]) á miðpalli og hafði hver þeirra tvo ráðgjafa, annar sat fyrir framan hann og hinn fyrir aftan, þannig að í raun sátu 146144 menn í lögréttu.
 
[[Lögsögumaður]] var æðsti og eini launaði embættismaður þingsins og var hann kosinn af lögréttu þriðja hvert ár. Hann stýrði fundum í lögréttu og sagði upp [[lög]], átti að fara með þriðjung þeirra í heyranda hljóði fyrir þingheim á ári hverju þannig að þeir sem höfðu minni og námsgáfur til áttu að geta lært lögin á þremur árum. Lögin voru ekki til skrifuð, enda var ritöld ekki hafin, en fyrir stofnun alþingis höfðu Íslendingar sent mann sem [[Úlfljótur]] hét til Noregs til að kynna sér lög þar og sagði hann manna fyrstur upp lög á Þingvöllum. Þau voru sniðin eftir [[Gulaþingslög]]um í Noregi, enda munu flestir landnámsmenn hafa komið af því svæði. Þekkt eru nöfn allra [[listi yfir lögsögumenn á Íslandi|lögsögumanna]] frá upphafi og þar til embættið var lagt niður [[1271]].
Óskráður notandi