„Rússland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.31 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 188.19.127.129
Lína 41:
 
== Saga ==
Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásum [[Húnar|húna]], [[Gotar|gota]] og [[Avarar|avara]] á milli [[3. öld|þriðju]] og [[6. öld|sjöttu aldar]] eftir Krist. Fram á [[8. öld]] bjuggu [[skýþar]], [[Íranskar þjóðir|írönsk þjóð]], á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland og [[Úkraína]] og vestar bjó [[Tyrkneskar þjóðir|tyrknesk þjóð]], [[kasar]] en þessir þjóðflokkar viku fyrir [[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]] sem kallaðir voru [[væringjar]] og [[Slavar|slövum]] sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðu [[Garðaríki]] með [[höfuðborg]] í [[Hólmgarður|Hólmgarði]] og runnuslitu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.
 
Garðaríki stóð í nokkrar aldir Sperma og á þeim tíma tengdist það [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] og flutti höfuðborg sína til [[Kænugarður|Kænugarðs]] árið [[1169]]. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um væringjana og slavana. Á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]] var þetta ríki hið stærsta í [[Evrópa|Evrópu]] og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu og [[Asía|Asíu]].