„Alfred Wegener“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagaði því bonda
Rasmus Willumsen var ekki Dani
Lína 13:
 
=== Hermaður og prófessor ===
[[Mynd:Wegener Expedition-1930 026.jpg|thumb|Alfred Wegener og Daninn Rasmus Villumsen á Grænlandi 1930]]
Í upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri var Wegener umsvifalaust kallaður í herinn og var óbreyttur hermaður í [[Belgía|Belgíu]]. Þar var mikið barist og særðist hann tvisvar. Í kjölfarið var hann settur í veðurdeild hersins en í henni ferðaðist hann um allt þýska ríkið og utan þess, svo sem til Balkanslanda og [[Eystrasaltslöndin|Eystrasaltslanda]]. Samt sem áður átti hann nægan tíma aflögu til að halda skrifum sínum áfram. Mitt í stríðinu gaf hann út aðalverk sitt, sem fjallaði um landrek sem vísindalega kenningu. En einmitt sökum stríðsins fékk bókin hvergi hljómgrunn. Eftir stríð starfaði Wegener á veðurstofunni í [[Hamborg]], en fékk svo prófessorsstöðu í [[Graz]] í [[Austurríki]]. Á meðan birtust fleiri rit eftir Wegener sem fjölluðu um landrek, en öll fengu þau harða dóma. Til marks um það var haldið þing um landrek í [[New York]] [[1926]] og þar höfnuðu allir þátttakendur kenningu Wegeners um landrek.