„Dóminíka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Salerni (spjall | framlög)
bætti við upplýsingum um jarðhitarannsóknir og raforkuframleiðslu.
Lína 40:
 
Langflestir íbúar Dóminíku eru af [[Afríka|afrískum]] uppruna. Aðeins 3000 íbúar sem telja sig til karíba búa í átta þorpum austanmegin á eyjunni. Enska er opinbert tungumál en margir tala líka [[antilleysku]], sem er [[kreólamál]] á frönskum grunni. Um 80% íbúa aðhyllast [[rómversk-kaþólsk trú|rómversk-kaþólska trú]]. Stór hluti af Disney-kvikmyndinni ''[[Sjóræningjar Karíbahafsins: Dauðs manns kista]]'' var tekinn á eyjunni.
 
Dóminíka er hluti eyjaboga Karíbahafsins og því eldvirkt svæði. Eyjan er að mestu gerð úr hörðnuðu gjóskuflóðaseti og gosbergi. Talsverður jarðhiti er á eyjunni og er risahverinn "the Boiling Lake" vinsæll áfangastaður ferðamanna. Einungis er hægt að komast fótgangandi að megin hverasvæðinu sem er um austanvert miðbik eyjarinnar. Árið 2011-2012 voru boraðar þrjár 14-1600 metra djúpar rannsóknaholur til að kanna jarðhitakerfið í iðrum eyjarinnar. Tvær holur voru boraðar til viðbótar árið 2014 og voru áform um að reisa meðalstjóra jarðhitavirkjun og selja raforku um sæstreng til Martinique og Guadaloupe, sem eru sunnan og norðan við Dóminíku. Þeim áformum hefur verið slegið á frest og stjórnvöld á Dóminíku hyggjast reisa 7-8 MW jarðhitavirkjun til að anna innanlandsþörf fyrir raforku. Um þriðjungur raforku sem nú er notuð á Dóminíku kemur frá fjórum smáum vatnsaflsvirkjunum (< 1MW hver) en tveir þriðju hlutar þeirrar raforku sem er í boði er framleidd með díesel-rafstöðvum.
 
{{Stubbur|landafræði}}