„Andrew Lloyd Webber“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Lloyd Webber árið 2008 '''Sir Andrew Lloyd Webber, barón Lloyd-Webber''' Kt. (f. 22. m...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:2008-11-15_Эндрю_Ллойд_Уэббер.jpeg|thumb|right|Lloyd Webber árið 2008]]
'''Sir Andrew Lloyd Webber, barón Lloyd-Webber''' [[Knight Bachelor|Kt.]] (f. [[22. mars]] [[1948]]) er [[Bretland|breskt]] [[tónskáld]] og [[söngleikur|söngleikjahöfundur]]. Hann hefur samið þrettán söngleiki sem margir hverjir hafa gengið áratugum saman í leikhúsum í [[West End]] og [[Broadway]]. Meðal þekktustu söngleikja hans eru ''[[Súperstar]]'' (1970), ''[[Evíta (söngleikur)|Evíta]]'' (1976), ''[[Cats]]'' (1981) og ''[[Óperudraugurinn (söngleikur frá 1986)|Óperudraugurinn]]'' (1986). Hann var aðlaður fyrir framlag sitt til tónlistar árið 1992. Hann hefur sjö sinnum fengið [[Tony-verðlaunin]], þrjú [[Grammýverðlaunin|Grammýverðlaun]], ein [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], fjórtán sinnum [[Ivor Novello-verðlaunin]], sjö sinnum [[Olivier-verðlaunin]], ein [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]] og heiðursverðlaun [[Sviðslistamiðstöð John F. Kennedy|Kennedy-sviðslistastofnunarinnar]] árið 2005.
 
Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið [[Really Useful Group]] árið 1977. Það er nú einn af stærstu leikhúsrekendum í London og rekur aðallega leikhús sem sýna söngleiki. Fyrirtækið hefur líka tekið þátt í framleiðslu sýninga og kvikmynda sem byggjast á söngleikjum Lloyd Webber og annarra.