„Steingrímur trölli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Steingrímur trölli''' er sá [[landnámsmaður]] sem á að hafa numið [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjörð]] á [[Strandir|Ströndum]] samkvæmt [[Landnáma|Landnámu]]. Hann á að hafa byggt sér bæ í [[Tröllatunga|Tröllatungu]] og haft skip uppi við [[Hrófá]]. Til er [[þjóðsaga]] um að hann sé heygður með fjársjóði sínum í Steingrímshaugi í [[Staðarfjall]]i ofan við [[Staðarkirkja (Steingrímsfirði)|Staðarkirkju]].
 
[[Grímsey á Steingrímsfirði]] er þó samkvæmt [[Landnáma|Landnámu]] ekki kennd við Steingrím trölla, heldur Grím Ingjaldsson, sem hafði þar vetursetu, föður [[Sel-Þórir Grímsson|Sel-Þóris]]. Í Landnámu er sagt að [[Oddur Snorrason|Oddur munkur]] sé kominn af Steingrími trölla.
 
Hugsanlegt er að sögur um Steingrím trölla hafi orðið til þess að til varð [[jólasveinn|jólasveinninn]] [[Steingrímur (jólasveinn)|Steingrímur]] sem kemur aðeins fyrir í tveimur nafna[[þula|þulum]] með nöfnum jólasveina sem [[Jón Árnason (1819)|Jón Árnason]] fékk frá Guðmundi Gísla Sigurðssyni (f. [[1835]]) frá [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað]] í Steingrímsfirði.